Skírnir - 01.09.2013, Síða 126
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
Að mæla róteindir með gráðuboga
Um fantasíuhugtakió í miðaldahókmenntum1
Rannsóknir á hinu yfirnáttúrlega í norrænum miðaldabókmennt-
um eru æði margar. Má þar nefna 13. alþjóðlega sagnaþingið í Dur-
ham árið 2006 sem bar yfirskriftina „The fantastic in Old Norse/
Icelandic literature" og skilaði fjölmörgum athyglisverðum rann-
sóknarritgerðum. Þá hafa Ármann Jakobsson, Annette Lassen og
Agneta Ney staðið fyrir þremur málþingum um fornaldarsögur
Norðurlanda þar sem þetta efni er rætt og út hafa komið jafnmörg
rit um efnið í þeirra ritstjórn: Fornaldarsagornas struktur och ideo-
logi (2001), Fornaldarsagaerne: myter og virkelighed (2009) og The
Legendary Sagas: Origins and Development (2012).
Hin mikla umfjöllun um fornaldarsögur síðustu ár2 3 og yfirnátt-
úru í þeim hefur ekki skilað sér í sambærilegum rannsóknum á Is-
lendingasögum. Lítið hefur verið rannsakað hvaða þýðingu ýmsar
verur, sem í augum nútímalesenda virðast yfirnáttúrlegar, hafa
innan Islendingasagna. Enn færri tilraunir hafa verið gerðar til að
skilgreina þær nánar en svo að þær teljist yfirnáttúrlegar eða fan-
tasískarf sem þó liggur beinast við að grundvallað gæti betri skiln-
ing á hlutverki þeirra og atferli innan fornritanna. Að því sögðu er
1 Grein þessi er að hluta til byggð á meistararitgerð minni The Supernatural in Is-
lendingasögur: A Theoretical Approach to Definition and Analysis (Arngrímur Ví-
dalín 2012). Eg vil þakka leiðbeinanda mínum Rolf Stavnem fyrir öll hans störf.
Þá vil ég þakka Daniel Sávborg, Agnesi S. Arnórsdóttur, Ármanni Jakobssyni,
Gísla Sigurðssyni, Marteini H. Sigurðssyni, Mathias Nordvig, Christian Ether-
idge, Rudolf Simek og Torfa H. Tulinius fyrir ýmsar gagnlegar ábendingar og
aðstoð sem þau veittu mér á ýmsum stigum verkefnisins. Þá þakka ég eiginkonu
minni Eyju M. Brynjarsdóttur sérstaklega dyggan stuðning.
2 Fleiri rannsóknir þar að lútandi sem nefna má til sögunnar eru Rosemary Power
1985; Helen F. Leslie 2009.
3 Það eru þá helst Ármann Jakobsson 1998,2006,2008a, 2008b, 2008c, 2009a, 2009b,
2010; Else Mundal 2006; Daniel Sávborg 2009, 2012 (væntanlegt); Torfi H. Tul-
inius 1999; Stephen A. Mitchell 2009,2011; Vésteinn Ólason 2003.
Skírnir, 187. ár (haust 2013)