Skírnir - 01.09.2013, Side 127
SKÍRNIR AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA 357
vissulega ekki heiglum hent að flokka þessar verur. Else Mundal
hefur bent á að aðgreiningin milli hins yfirnáttúrlega og hins fan-
tasíska sé að ýmsu leyti óljós og að það sé vandkvæðum bundið,
svo ekki sé fastar að orði kveðið, að greina á milli yfirnáttúrlegrar
og fantasískrar veru. Þess vegna kýs hún að fjalla um hið yfirnátt-
úrlega og hið fantasíska jafnt sem fyrirbrigði sem séu andstæð hinu
raunverulega eða náttúrlega. Skilgreining hennar á yfirnáttúru nær
yfir þær verur og fyrirbrigði sem ekki hlíta náttúrulögmálum, en
hið fantasíska segir hún vera verur og fyrirbrigði sem ekki tilheyra
hinum raunverulega heimi, heldur ímyndun og fantasíu (Mundal
2006: 718). Kjarninn í röksemdafærslu Else Mundal er eftir sem
áður sá að aðgreining hins fantasíska frá því yfirnáttúrlega sé í
grundvallaratriðum mikilvæg þar sem þessi hugtök feli í sér ólíkt
sannleiksgildi, einsog skilgreining hennar ber með sér, en jafnframt
sé það óljóst nú á dögum hvað talist gat trúverðugt í miðaldafrá-
sögnum þar sem trúverðugleiki sé háður mörgum ólíkum breytum.
Svo dæmi sé nefnt væri afar erfitt ef ekki hreinlega ómögulegt að
skilgreina nákvæmlega hvort tröll séu fantasískar eða yfirnáttúr-
legar verur,4 hvort sem við miðum við lauslega skilgreiningu Mun-
dals eða ekki. Tröll gætu ef til vill talist yfirnáttúrleg væru þau af
goðsögulegri sortinni5 og ævintýralegri nafnar þeirra6 gætu að sama
skapi flokkast til hins fantasíska, en ekki aðeins væri það ofurein-
földun heldur yrði þá heldur óljóst við hvað helst ætti að miða —
hvað greini eitt tröll með afgerandi hætti frá öðru. Mundal telur að
þetta flokkunarvandamál eigi sömuleiðis við hina ýmsu dreka, þar
sem „[there] can be little doubt that dragons found in the legends of
the Church (in heilagra manna sögur) are supernatural beings since
they are representations of the Devil“, en að drekinn sem „Björn
Hítdœlakappi has to fight in Bjarnar saga (ch. 5) is, on the other
4 Tröll er ekki alltaf það sama og tröll, sbr. Ármann Jakobsson 2008a, 2009a.
5 Þetta á ef til vill að einhverju leyti við um Bárð Snæfellsás svo að dæmi sé nefnt.
6 Hér á ég við tröll sem samsvara að nokkru goðsögulegum jötnum eða þursum.
Flókið sem er að slá slíku föstu mætti ef til vill telja jötuninn Brúsa í Orms þætti
Stórólfssonar til þeirra. í þessu dæmi líkt og í hinu fyrra (neðanmálsgrein 5) er
það ekki það að hægt sé að leggja til slíkar getgátur sem skiptir máli, heldur spurs-
málið hvort það sé yfirhöfuð gagnlegt og hvort fiokkunin sjálf þurfi ekki ítarlegrar
réttlætingar við áður en henni er beitt.