Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.09.2013, Side 127

Skírnir - 01.09.2013, Side 127
SKÍRNIR AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA 357 vissulega ekki heiglum hent að flokka þessar verur. Else Mundal hefur bent á að aðgreiningin milli hins yfirnáttúrlega og hins fan- tasíska sé að ýmsu leyti óljós og að það sé vandkvæðum bundið, svo ekki sé fastar að orði kveðið, að greina á milli yfirnáttúrlegrar og fantasískrar veru. Þess vegna kýs hún að fjalla um hið yfirnátt- úrlega og hið fantasíska jafnt sem fyrirbrigði sem séu andstæð hinu raunverulega eða náttúrlega. Skilgreining hennar á yfirnáttúru nær yfir þær verur og fyrirbrigði sem ekki hlíta náttúrulögmálum, en hið fantasíska segir hún vera verur og fyrirbrigði sem ekki tilheyra hinum raunverulega heimi, heldur ímyndun og fantasíu (Mundal 2006: 718). Kjarninn í röksemdafærslu Else Mundal er eftir sem áður sá að aðgreining hins fantasíska frá því yfirnáttúrlega sé í grundvallaratriðum mikilvæg þar sem þessi hugtök feli í sér ólíkt sannleiksgildi, einsog skilgreining hennar ber með sér, en jafnframt sé það óljóst nú á dögum hvað talist gat trúverðugt í miðaldafrá- sögnum þar sem trúverðugleiki sé háður mörgum ólíkum breytum. Svo dæmi sé nefnt væri afar erfitt ef ekki hreinlega ómögulegt að skilgreina nákvæmlega hvort tröll séu fantasískar eða yfirnáttúr- legar verur,4 hvort sem við miðum við lauslega skilgreiningu Mun- dals eða ekki. Tröll gætu ef til vill talist yfirnáttúrleg væru þau af goðsögulegri sortinni5 og ævintýralegri nafnar þeirra6 gætu að sama skapi flokkast til hins fantasíska, en ekki aðeins væri það ofurein- földun heldur yrði þá heldur óljóst við hvað helst ætti að miða — hvað greini eitt tröll með afgerandi hætti frá öðru. Mundal telur að þetta flokkunarvandamál eigi sömuleiðis við hina ýmsu dreka, þar sem „[there] can be little doubt that dragons found in the legends of the Church (in heilagra manna sögur) are supernatural beings since they are representations of the Devil“, en að drekinn sem „Björn Hítdœlakappi has to fight in Bjarnar saga (ch. 5) is, on the other 4 Tröll er ekki alltaf það sama og tröll, sbr. Ármann Jakobsson 2008a, 2009a. 5 Þetta á ef til vill að einhverju leyti við um Bárð Snæfellsás svo að dæmi sé nefnt. 6 Hér á ég við tröll sem samsvara að nokkru goðsögulegum jötnum eða þursum. Flókið sem er að slá slíku föstu mætti ef til vill telja jötuninn Brúsa í Orms þætti Stórólfssonar til þeirra. í þessu dæmi líkt og í hinu fyrra (neðanmálsgrein 5) er það ekki það að hægt sé að leggja til slíkar getgátur sem skiptir máli, heldur spurs- málið hvort það sé yfirhöfuð gagnlegt og hvort fiokkunin sjálf þurfi ekki ítarlegrar réttlætingar við áður en henni er beitt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.