Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 130
360
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
SKÍRNIR
Þegar Mundal segir að „we can observe a gradual transition between
fantastic motifs describing events which probably nobody would
believe had actually taken place — at least not in their own time and
within their own environment — and motifs describing events and
phenomena which were deeply rooted in people’s religious con-
ceptions“ (Mundal 2006: 719), þá gefur hún sér að miðaldafólki gæti
hafa þótt annað trúverðugra en hitt, jafnvel þótt margt bendi til hins
gagnstæða: að trú á jafnt yfirnáttúrleg svo og svonefnd fantasísk
fyrirbrigði hafi verið landlæg á Islandi sem annarsstaðar allt frá
landnámi og fram á 20. öld.9
í raun er vitneskja okkar um forkristnar trúarhugmyndir tak-
mörkuð. Við getum ekki gert ráð fyrir að til dæmis galdrar og ham-
skipti, fyrirbæri sem gjarnan eru tengd við fantasíuhugtakið, séu
endilega nær fantasíu en raunverulegri trú fólks á þeim tíma.10 Við
þurfum einnig að hafa það í huga að aðgreining trúarbragða (religion)
frá almennri trú (belief) er í mörgum tilvikum jafnstrembin og
aðgreining yfirnáttúru frá fantasíu. Til að mynda hafa kristnar
kirkjustofnanir ávallt hafnað tilvist drauga, jafnvel þótt augljóst sé
að á þá var trúað einsog raunar er að einhverju marki gert enn; til-
vist galdra var á hinn bóginn viðtekin innan hinnar kristnu Evrópu,
sem ljóslega sést á fjölda réttarhalda yfir nornum í Skandinavíu11
og víðar, að ógleymdum einum þekktasta píslarvætti svartagaldurs
á íslandi á 17. öld, séra Jóni Magnússyni. Munurinn á þessu tvennu
er að kirkjan hafnaði tilvist drauga en lagði blessun sína yfir réttar-
höld og aftökur á nornum, en almenningur trúði jöfnum höndum
á hvorttveggja. Þessi munur er ein meginástæða þess að Mundal
9 Fyrir heimildir um síðmiðaldir (hvað ísland snertir, og að svo miklu leyti sem við
getum litið á sðguna sem aðskilin tímabil fremur en stöðuga þróun, kann ég ágæt-
lega við hugmyndir Le Goffs (2005) um hinar löngu miðaldir fram að 18. öld),
sjá t.d. Ólínu Þorvarðardóttur 2000, Píslarsögu sr. Jóns Magnússonar, íslenskar
þjóðsögur og ævintýri Jóns Árnasonar.
10 Raunar er algjör samhljómur innan fræðanna um að þessi fyrirbæri eigi sér ein-
mitt rætur í heiðni og/eða almennri þjóðtrú, svo ég átta mig ekki á því hvernig
hægt er að kennaþau við fantasíu á sama tíma. Sjá t.d. Kjartan G. Ottósson 1983;
Gurevich 1988; Ármann Jakobsson 1998; Véstein Ólason 1999; Terry Gunnell
2002; Torfa H. Tulinius 2008; Schjodt 2009; Sávborg 2009, 2012 (væntanlegt);
Jón Ma. Ásgeirsson 2009; Mitchell 2011.
11 Sjá t.d. Mitchell 1998; Árna Magnússon 1962.