Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 132
362
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
SKÍRNIR
sé.14 Minna mætti á þjóðsögurnar sem Jón Árnason safnaði á 19. öld
og innihalda miklar furður og yfirnáttúrur sem margar hverjar, ef ekki
allar, eiga rætur að rekja til fornrar þjóðtrúar (Terry Gunnell 2002:
191-197). Eigum við að gramsa gegnum þær og ákvarða hvað er trú-
verðugt þar og hvað ekki — og miða þá við hvað? Fantasíuhugtakið?
Trúverðugleiki í nútímaskilningi tel ég að sé með öllu óraun-
hæfur mælikvarði á trúverðugleika miðaldafrásagna í hugum áheyr-
enda.15 Þótt Mundal sé á öndverðum meiði viðurkennir hún að vísu
sjálf að sú nálgun sé vandkvæðum bundin.16 En vandinn felur ekki
síst í sér að nálgunin sem í fantasíunni er fólgin er greining á raun-
veruleika miðaldafólks með hugtaki ætluðu til greiningar á skáld-
skap, og í óljósum tilgangi er fornsögunum þar með troðið í mót
sem þær passa ekki í. Fornsögurnar voru ekki hugsaðar sem skáld-
skapur (Ármann Jakobsson 1998: 55). Til að skilja yfirnáttúru í
miðaldabókmenntum er ekki nóg að líta til bókmenntanna sjálfra;
rætur þeirra liggja í heimsmynd og menningu kristinnar Evrópu17
og því þarf að skoða hið yfirnáttúrlega í því ljósi.
15 Einhverjum kynni að þykja þetta undarlegur samanburður en mig langar að
nefna bandarísku sjónvarpsþættina Scare Tactics sem dæmi um hverju jafnvel
upplýst nútímafólk getur trúað. Það er afskaplega þægilegt að sitja heima og hlæja
að því þegar risavaxin geimvera rífur hurðina af bíl nálægt Roswell í Nýju
Mexíkó, enda gerast slíkir hlutir aðeins í kvikmyndum, en manneskjunni sem
situr í sjálfheldu í aftursætinu er síst hlátur í huga þar sem hún veit ekki betur en
nákvæmlega þetta sé að henda hana í raun og veru. Það er því alls ekki fráleitt að
spyrja sig þeirrar spurningar hvar mörk hins trúverðuga liggi í raun, og hvort
við séum yfirleitt dómbær á það hvar þau lágu á miðöldum.
16 „The belief that certain beings really existed, even though few, if any, people had
seen them, and that strange things caused by magic or sorcery could happen is,
as I see it, the main criterion for distinguishing between the supernatural and the
fantastic. However, there is no sharp division between the believable and the
unbelievable. It is no doubt true that fantastic — and supernatural — elements
are much more frequent in texts which tell about events that happened long ago
and far away than in stories from the author’s own time and environment. The
explanation for this, that people were more willing to believe that strange things
could happen in the distant past and in foreign countries than in their own time
and milieu, may be true — to some extent“ (Mundal 2006: 720).
17 Um þetta er tæpast deilt lengur. Sú söguskoðun sem Finnur Jónsson meðal ann-
arra aðhylltist, að ísland hefði í öllum grundvallaratriðum verið óháð evrópskum
hugmyndastraumum, á sér fáa ef nokkra fylgjendur. Sjá t.d. Sverri Tómasson
1988; Gunnar Harðarson 1989; Orra Vésteinsson 2000; Torfa H. Tulinius 2009;
Simek 2009.