Skírnir - 01.09.2013, Side 135
SKÍRNIR AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA 365
The debate regarding the question of redemption for human monstrosities
had a long history. In the Middle Ages, scholars referred to St. Augustine’s
Civitas Dei for guidance in dealing with the predicament that monsters posed
for the Church. Expanding upon such treatieses as Isidore of Seville’s discus-
sion of monstrous races, Augustine grappled with the question of how the
Church could reconcile the presence of monstrous races with a world of
God’s creation. To begin, Augustine described monsters as prodigies, placed
on this earth as indication of God’s power to create all things. (Kline 2005:27)
Allt þetta sem nefnt hefur verið kann einhverjum að virðast sjálfsagt
og óþarfi að tíunda í svo löngu máli, en engu að síður er sjaldan á
þetta minnst í fræðilegri umræðu, einsog þetta skipti engu máli fyrir
norrænar fornbókmenntir. En það er þetta með samhengið sem ég
nefndi hér fyrr og tengslin við Evrópu og hina kristnu heimsmynd;
ef skrímsli voru viðurkenndur hluti af hinum náttúrlega heimi og þar
með sjálfu sköpunarverki Guðs, þá er ekkert fantasískt við þau,
hvorki dreka né finngálkn eða aðrar skepnur sem fyrirfundust á
heimskortinu. Tengslin milli íslenskra ferðalýsinga frá miðöldum
og evrópskrar heimslýsingar eru óvéfengjanleg — en hvað þá um
Islendingasögur og hið yfirnáttúrlega? Mig langar að nefna þrjú
dæmi sem nota má til að túlka óvættir í Islendingasögum án þess að
hið fantasíska þurfi að koma þar við sögu. Þau dæmi eru, ásamt
undirflokkum:
1. Draugar: afturganga, haugbúi
2. Tröll: þurs, jötunn, skessa, gýgur, risi, skrælingi, blámaður,
ketta, bergbúi
3. Skrímsli: dreki, flugdreki, finngálkn
Skrímsli
Else Mundal (2006: 724) nefnir í tilvitnaðri grein sinni að í íslend-
ingasögum sé jafnan ljósara að yfirnáttúrlegir atburðir þyki óeðli-
legir en í fornaldarsögum og tilfærir atburðinn þegar Gunnar á
Hlíðarenda kveður í haug sínum sem dæmi um þetta.21 Þessi at-
21 Sjá einnig Véstein Ólason 2003: 158 o.áfr.