Skírnir - 01.09.2013, Page 136
366
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
skírnir
burður þykir svo ótrúlegur að segja þarf Njáli þrisvar sinnum áður
en hann trúir. Það segir mikið um hversu yfirnáttúrlegur þessi at-
burður er þar sem ekki er alsiða að menn gangi aftur svo að segja í
eigin bakgarði. I frásögninni felst ef til vill ómeðvituð írónía þar sem
það er einmittþar sem menn ganga helst aftur, nálægt heimahúsum
(eða frásagnarmiðjunni, frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni), og
þá sérstaklega inni í bæjum einsog einnig er títt í síðari tíma þjóðtrú
á Islandi. Fyrir þær sakir eru reimleikar jafnt ótrúlegri og yfirnátt-
úrlegri að þeir eiga sér jafnan stað í túnfætinum heima. Það er á hinn
bóginn ekkert óeðlilegt að rekast á skrímsli og aðrar skepnur á jaðri
heimsins — það vekur ekki upp neina undrun og menn óttast ekki
slík dýr nema lítillega og í undantekningatilvikum þar sem þau eru
tiltölulega almenn. I Bjarnar sögu Hítdœlakappa segir:
Um sumarit eptir fór Bjprn vestr til Englands ok fekk þar góða virðing ok
var þar tvá vetr með Knúti inum ríka. Þar varð sá atburðr, er Bjijrn fylgði
konungi ok sigldi með liði sínu fyrir sunnan sjó, at fló yfir lið konungs
flugdreki ok lagðisk at þeim ok vildi hremma mann einn, en Bjprn var nær
staddr ok brá skildi yfir hann, en hremmði hann næsta í gegnum skjpldinn.
Síðan grípr Bjprn í sporðinn drekans annarri hendi, en annarri hjó hann
fyrir aptan vængina, ok gekk þar í sundr, ok fell drekinn niðr dauðr; en
konungr gaf Birni mikit fé ok langskip gott, ok því helt hann til Danmerkr.
(Bjarnar saga Hítdœlakappa 1938: k. 5)
Það verður seint sagt að Bjprn hafi mikið fyrir því að sigrast á flug-
drekanum í þessari frásögn. Raunar er svo lítið lagt í hana að erfitt
er að sjá annað en hún sé fremur hversdagsleg og í samræmi við hug-
myndir fólks á miðöldum um að skrímsli væru raunverulegur hluti
af dýraríkinu. Hvergi í frásögninni er gefið til kynna að menn undr-
ist flugdrekann og í engu dvelur sögumaður við þennan merkilega
atburð eða hvernig mönnum varð við. Það er ekki hægt að ráða
annað af því en að þessi atburður hafi ekki þótt sérlega undraverður.
I Brennu-Njáls sögu vegur Þorkell hákr bæði flugdreka og finn-
gálkn:
Þorkell hákr hafði farit utan ok framit sik í pðrom lgndom. Hann hafði
drepit spellvirkja austr á Jamtaskógi; síðan fór hann austr í Svíþjóð ok fór
til lags með Sorkvi karli, ok herjuðu þaðan í Austrveg. En fyrir austan Bála-