Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 137
SKÍRNIR
AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA
367
garðssíðu átti Þorkell at sœkja þeim vatn eitt kveld; þá mœtti hann finn-
gálkni ok varðisk því lengi, en svá lauk með þeim, at hann drap finngálknit.
Þaðan fór hann austr í Aðalsýslu; þar vá hann at flugdreka. (Brennu-
Njáls saga 1954: k. 119)
Aftur sjáum við að ekkert óeðlilegt hefur átt sér stað. Þorkell drepur
spellvirkja í Jámtland sem er suður af Lapplandi í Svíþjóð nútímans.
Þá ferðast hann í Austrveg og við Bálagarðssíðu, sem líklega liggur
á suðvesturströnd Finnlands (Brennu-Njáls saga 1954: 302), drepur
hann finngálknið án nokkurra málalenginga. I Aðalsýslu í Eist-
landi22 vegur hann svo flugdreka en lítið er látið með það afrek, svo
lítið raunar að lesandinn þarf að gera ráð fyrir því að drekinn hafi
ráðist á Þorkel fremur en hann hafi drepið hann að gamni sínu þar
sem það kemur aldrei fram í textanum. Áhugaleysið í frásögninni er
slíkt að maður skyldi ætla að slík skrímsladráp væru daglegt brauð
fyrir Þorkel, og aftur bendir þetta til þess að þessir atburðir geti
hvorki talist yfirnáttúrlegir né fantasískir; þvert á móti virðist til-
vist dreka og finngálkna á þessum slóðum vera hið eðlilegasta mál,
ekkert ósvipað því að nútímamaðurinn getur búist við tígrisdýrum
á Indlandi, en þau hafa raunar einnig þurft að láta undan síga gagn-
vart ágangi manna.
Daniel Sávborg nefnir einnig í áðurnefndri grein sinni þennan
greinanlega mun á náttúru og yfirnáttúru í íslenskum fornritum og
nefnir tvö dæmi. Hið fyrra er af draumsýn Hildiglúms í Njáls sögu
þegar logandi reiðmaður færir honum spádóm um að senn verði
Njáls og sona hans hefnt. Þegar Hildiglúmr segir föður sínum og svo
Hjalta Skeggjasyni tíðindin fær hann að vita að hann hafi orðið vitni
að gandreið, og að þær séu jafnan fyrirboðar válegra tíðinda. Hitt
dæmið er af Katli hœng og baráttu hans við dreka og sú frásögn er
keimlík þeim frásögnum af slíkum viðureignum sem vitnað er til
hér að ofan (Ketils saga hœngs 1954: k. 1). Nú virðist þetta liggja
nokkuð ljóst fyrir. Sávborg segir að ,,[i] beráttelsen om Hildiglúmr
och hans möte med háxryttaren skildras det övernaturliga som
22 í vesturhluta Eistlands nútímans, Haapsalu. í 30. kafla Njáls sögu ferðast Gunn-
arr, Kolskeggr og föruneyti þeirra til Rafala (Tallinn) og þaðan til Eysýslu (Saa-
rema, sem er eyja undan strönd Haapsalu).