Skírnir - 01.09.2013, Page 138
368
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
SKÍRNIR
nágot som egentligen hör till en annan várld“, en hvað viðureign
Ketils hœngs snertir „finns ingen knall och inget skalv eller nágot
annat som antyder att en gráns till en annan várld övertráds. Der
finns ingen antydan om att draken skulle höra hemma i en annan
várld án vi“ (Sávborg 2009: 324). Síðar í sömu grein segir hann að
„[mjötena med de övernaturliga varelserna framstálls som sjálvklara
fakta av samma slag som övriga áventyr" (Sávborg 2009: 335).
Það má slá því föstu að drekar og finngálkn Islendingasagna eigi
lítið skylt við fantasíu og yfirnáttúru. Augljós mótrök væru að
dæmið af Katli hœng sé tekið úr fornaldarsögu, og þær séu fantas-
ískari eða ótrúverðugri en Islendingasögur, svo sem Mundal hefur
fært rök fyrir, og þess vegna sé svona lítið yfirnáttúrlegt við þann til-
tekna dreka. En til þess að færa fram slík rök þyrfti fyrst að leiða það
hjá sér að drekar íslendingasagna hegða sér á meira eða minna sama
hátt og þjóna sama tilgangi innan frásagnarinnar, að sanna vígfimi
hetjunnar. Ekkert bendir til þess að slíkar skepnur veki meiri furðu
í hinum ,trúverðugri‘ sagnagerðum eða að hægt sé að flokka dreka
eða finngálkn með hinu fantasíska (Sávborg 2009: 326).
Tröll
Orðið tröll hefur margvíslegar merkingar líkt og Ármann Jakobs-
son hefur bent á, en hann telur upp einar sautján og er það þó ekki
tæmandi listi (Armann Jakobsson 2008a: 105-110). Tröll eru af
óljósari toga en drekar og finngálkn og í raun má segja að þau séu
hálfmennsk einsog Ármann hefur fært rök fyrir, þar sem þau eru
bæði forfeður mannkyns og tengjast mannfólki sterkum böndum
(sjá Ármann Jakobsson 2006, 2009). I Hrólfs sögu Gautrekssonar
virðist það vera nokkuð ljóst að það er hegðun fremur en nokkuð
annað sem gefur til kynna hvort um tröll sé að ræða. Þórir járn-
skjöldr er í fyrstu talinn vera tröll: „var tröll svá mikit komit í hall-
ardyrin, at enginn þóttist séð hafa jafnmikit tröll [...] Þetta tröll var
svá grimt ok ógrligt, at engi þorði til útgöngu at leita“ (sbr. Ármann
Jakobsson 2009: 192), eða þar til borin eru kennsl á hann, einsog
Ármann segir: „A non-threatening and familiar being cannot be a
‘tröll. Once the being has been recognized it ceases to frighten and