Skírnir - 01.09.2013, Síða 140
370
ARNGRÍMUR VÍDALÍN
skírnir
skýrir hvers vegna erfitt er.að aðskilja galdra og trölldóm.30 Hvaða
birtingarmynd sem tröllið tekur á sig, hvort sem það er blámaður,
draugur eða eitthvað annað, þá er eðli þess ævinlega tengt göldrum
og hinu neikvæða, sem einnig skýrir hinar ýmsu neikvæðu merk-
ingar orðsins. Ennfremur er ekki ljóst hvort Islendingar á miðöld-
um hefðu getað komið sér saman um skilgreiningu á því hvað tröll
væri. Niðurstaða Ármanns er sú að tröll séu öll sú viska sem ekki er
jákvæð, sönn og komin frá Guði, allt sem er ókunnuglegt, framandi
og ómennskt (Ármann Jakobsson 2008a: 110-111). Tröll heyra
sannarlega undir mirabilia á mörkum miracula — hið óútskýrða á
mörkum þess náttúrlega — fremur en hið fantasíska.
Draugar
Á hinn bóginn hefðu draugar á miðöldum flokkast undir mirabilia
á mörkum magica — hið óútskýrða á mörkum þess djöfullega.
Draugar standa í öðru sambandi við frásagnarmiðju fornsagna en
drekar, finngálkn og tröll. I flestum tilvikum þarf hetjan að ferðast
til að mæta tröllum og í öllum tilvikum þarf hún að gera það til að
mæta drekum og finngálknum. Hetjan gæti aldrei átt von á að ramba
á afturgöngur á ferðalögum sínum. Þær gætu á hinn bóginn beðið
hetjunnar heima við ef þeim byði svo við að horfa, en það er einmitt
þar sem hetjan ætti aldrei von á þeim.
Afturgöngur eru Islendingum að góðu kunnar, ef svo má að orði
komast, og líklega er óþarft að taka fram að þær eru látið fólk sem
snúið hefur aftur úr gröfum sínum og heldur sig gjarnan í námunda
við þær.31 Því ganga þær helst aftur í síðustu jarðnesku híbýlum
sínum,32 þótt stundum virðist þær færar um að leggja heilu héruðin
í eyði.33 Kraftar þeirra virðast hinsvegar ekki ná út fyrir hreppa-
mörk. Draugar og afturgöngur stjórnast iðulega af illsku og tilgang-
ur þeirra er yfirleitt annarlegur og persónulegur.
30 Sbr. danska orðið troldmand og sænska orðið trollkarl, sem merkja galdramaður.
31 Þorkell og draugarnir í Laxdœla sögu, k. 17.
32 Fróðárundr í Eyrbyggja sögu, k. 52-55.
33 Þórólfr bægifótr í Eyrbyggja sögu, k. 63; Hrappr í Laxdœla sögu, k. 17 og 24.