Skírnir - 01.09.2013, Síða 141
SKÍRNIR AÐ MÆLA RÓTEINDIR MEÐ GRÁÐUBOGA 371
Þegar manneskja snýr aftur frá dauðum er náttúrulögmálið rofið
(Daniel Sávborg 2009: 332). Það er fyrst og fremst það sem greinir
drauga í grundvallaratriðum frá skrímslum og tröllum. Reimleikum
fylgir undrun, ótti og vantrú á það sem fyrir augu ber, og fyrir vikið
eru draugar einu verurnar í Islendingasögum sem með réttu er hægt
að segja að heyri til annars heims, að séu yfirnáttúrlegar, því til þess
að afturgöngur geti gert vart við sig þarf fyrst að brjóta náttúrulög-
málið. Landfræðileg nálægð afturgangna er einnig mikilvæg í þessu
sambandi:
Max Liithi pápekar i sina undersökningar att de övernaturliga varelserna i
ságnerna befinner sig nára mánniskornas hemmiljö. Tros att beráttelserna
framháver att de tillhör en annan várld ár de „dem Menschen áufierlich
nahe. Sie wohnen in seinem Hause, in seinem Acker, im nahen Wald oder
Fluf?, Berg oder See“ (1992, 10). I folksagan ár det tvártom. Trots att dess
övernaturliga varelser inte tycks tillhöra en annan várld án mánniskorna
háller de till fárran frán mánniskorna: „Selten trifft der Held sie in seinem
Hause oder in seinem Dorf; er begegnet ihnen, wenn er in die Ferne wan-
der“ (11). Detta förhállande páminner om vad vi fann i de „klassiska" islán-
ningasagorna: det finns ett samband mellan den islándska spelplatsen —
sagahjáltarnas hemmiljö — och distansmarkörer liksom ett samband mel-
lan fránvaron av distansmarkörer och en spelplats i frámmande lánder.
(Daniel Sávborg 2009: 345; tilvitnanir í Luthi 1992, sjá heimildaskrá)
Hinir ódauðu eru verur sem hafa glatað mennsku sinni, þær eru
ekki lengur manneskjan sem líkami þeirra geymdi. Raunar virðast
líkin eiga fátt ef nokkuð sameiginlegt með mannveru, svo sem gefið
er til kynna í lýsingunni á líki Þórólfs bægifóts í Eyrbyggju: „Var
hann þá enn ófúinn ok inn trollsligsti at sjá. Hann var blár sem hel
ok digr sem naut“ (Eyrbyggja saga 1935: k. 63). Hann lítur út ein-
sog tröll, ekki maður, og er líkt við naut. Afturgöngur hans í kjöl-
farið, ásamt getu hans til að taka sér bólfestu í búfénaði, gefa
sterklega til kynna að hann eigi meira sameiginlegt með djöfli en
þeirri manneskju sem hann áður var,34 enda þótt hann hafi að sönnu
verið fúlmenni meðan hann lifði. Ómennsk vera með ásýnd manns
34 Um vandkvæði þess að skilja á milli drauga og djöfla, sjá Ármann Jakobsson
2010.