Skírnir - 01.09.2013, Page 152
382
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
eru þriðja hvert ár (hið seinasta í Árósum árið 2012) að vísu æ fjöl-
mennari en um leið hefur áherslan færst frá bókmennta- og texta-
rannsóknum yfir til fornleifafræði, trúarbragðasögu, handrit, rúnir
og hvaðeina sem vissulega er til marks um æskilegan þverfagleik. Á
hinn bóginn fer minna fyrir bókmenntalegri umfjöllun um íslenskar
miðaldasögur og það viðhorf heyrist jafnvel að þessar bókmenntir
séu fullrannsakaðar sem slíkar.
Því fer þó fjarri: bæði er heimurinn svo auðugur af íslenskum
miðaldatextum að margir þeirra hafa enn hlotið litla sem enga at-
hygli. En þar að auki eru rannsóknir á hinum vinsælli textum líka
ennþá tiltölulega nýlega teknar að snúast um fleira en hin fornu
hugðarefni fræðimanna: aldur, uppruna og innbyrðis tengsl hinna
ýmsu texta. Sem eru að sönnu verðug viðfangsefni en ættu þó ekki
að vera einu verkefni þeirra sem fást við íslenskar og norrænar
miðaldabókmenntir.* * 3
„ Eftirstríðskynslóðin “ í norrænum fræðum
Þegar horft er aftur yfir 20. öldina blasir nú við að blómaskeið rann-
sókna á íslenskum miðaldabókmenntum hafi hafist upp úr 1960. Þá
birtist á sviðinu ný kynslóð fræðimanna í ýmsum löndum, jafnt
vestur í Bandaríkjunum og suðaustur í Ástralíu, sem hafði mikinn
áhuga á uppruna og þróun textanna en beindi einnig sjónum að inni-
haldi þeirra og fjallaði rækilegar um það en áður hafði tíðkast. Þar
mætti nefna fræðimenn sem flestir áhugamenn um norræn fræði
munu kannast við og ég leyfi mér að nefna nokkra: Theodore M.
Andersson, Carol Clover, Joseph Harris, John Lindow, Marianne E.
Kalinke, Preben Meulengracht Sorensen, Bjarne Fidjetol, Gerd Wolf-
gang Weber og Margaret Clunies Ross. Einnig mætti nefna til merka
sem rekið er á lærðan og skilmerkilegan hátt hvílíka klemmu hugvísindin voru
komin í strax fyrir hálfri öld. Og þó lifa þau enn.
3 Svipuð gagnrýni var sett fram á eftirminnilegan og áhrifamikinn hátt af fræði-
manninum og skáldinu J.R.R. Tolkien f ritgerð hans um rannsóknir á hinni forn-
ensku Bjólfskviðu sem birtist fyrst á prenti árið 1937 en kom nýlega út á íslensku
í þýðingu Arndísar Þórarinsdóttur: Bjólfskviða: Forynjurnar og frxðimennirnir
(Reykjavík 2013).