Skírnir - 01.09.2013, Blaðsíða 156
386
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
sögulega kjarna textanna en vaxandi áherslu á snjalla höfunda sem að
mati Sigurðar Nordals og sporgöngumanna hans voru hinar eigin-
legu hetjur íslenskra miðalda, með Snorra Sturluson í broddi fylk-
ingar.7 Önnur áberandi einkenni á rannsóknahefðinni voru varð-
staða um handritin sjálf, smásmygli og villuleit en lítil umræða um
form bókmenntanna, hugmyndir eða merkingu í víðum skilningi.
Þrátt fyrir að almennt væri þannig viðurkennt að íslenskir
miðaldatextar, einkum Islendingasögur, gætu talist skáldskapur (að
hálfu leyti að minnsta kosti) var aðferðum skáldskaparfræði lítið
beitt í rannsóknum á þeim. Raunar var skáldskapur ekki skilgreind-
ur út frá formlegum einkennum sínum í þessari umræðu heldur
fremur sem andstæða sagnfræði, sá hluti sagnanna sem væri höf-
undarverk en ekki grundvallaður á sögulegri hefð.8 Fyrir hálfri öld
var áherslan í fræðunum því ennþá öll á aldursgreiningu, uppruna
og textavensl og ekki síst á að finna nöfn snillinganna — höfunda Is-
lendingasagna. Af þessu eimir auðvitað líka talsvert í íslensku menn-
ingarlífi og enn ber talsvert á þeirri hugmynd í almennri umræðu
að höfundaleit sé helsta viðfangsefni þeirra sem sinna íslenskum
bókmenntum fyrri alda.
Þannig var íslensk bókmenntaumræða mjög í anda bókmennta-
sögu en minna fór fyrir textarýni og frásagnarfræði allt fram á sjö-
unda áratuginn. Erlendis hafði nýrýni verið í tísku lengi en á Islandi
fór lítið fyrir bókmenntarýni í þeim anda enda trúðu nýrýnar á text-
ann en ekki höfundinn á meðan „íslenski skólinn" snerist um hina
merka snillinga á bak við textann.9 I upphafi 7. áratugarins verða
aftur á móti frásagnarfræði og formgerðarstefna leiðandi í bók-
menntarannsóknum, þegar rússneski formalisminn barst til Vestur-
landa gegnum Kaliforníu. Áhrifa þessara nýju hugðarefna gætti þó
óverulega í íslenskum bókmenntarannsóknum þegar Lars Lönn-
roth kemur fyrst til íslands árið 1962.
7 Sjá Jón Karl Helgason, Hetjan og höfundnrinn: Brot úr íslenskri menningarsögu
(1998).
8 Þetta má meðal annars sjá í tímamótaritgerð Sigurðar Nordals um Hrafnkels sögu
(Hrafnkatla, 1940).
9 Sjám.a. Jón Karl Helgason, tilv. rit; JónHnefill Aðalsteinsson, „íslenski skólinn,“
Skírnir 165 (1991), 103-29.