Skírnir - 01.09.2013, Page 162
392
ÁRMANN JAKOBSSON
SKÍRNIR
Eins og kemur fram í bókinni (m.a. bls. 370-77) voru norrænu-
fræðingar iðnari en áður að vinna saman þvert á þjóðlönd og til
urðu ýmis merkileg samstarfsverkefni sem leiddu til ágætra bóka
eins og Structure and Meaning in Old Norse Literature (1986) sem
Lars ritstýrði.
Það vekur sérstaka athygli íslensks lesanda við þessa yfirferð
hversu lítt áberandi Islendingar voru í þessum nýja fræðaheimi þó
að þeir væru sannarlega viðriðnir ýmis þessi verkefni. Island var
ekki lengur miðja norrænna fræða, ekki sá staður þar sem mest var
á seyði í fræðunum og þá var hafin sú þróun að íslenskir fræðimenn
sáust oftar á heimildaskrám sem útgefendur fremur en sem höf-
undar sjálfstæðra rannsóknarita. Þegar ég sótti sjálfur mitt fyrsta
fornsagnaþing, árið 1994, rann upp fyrir mér að norræn fræði voru
ekki lengur norræn fræði og íslendingar voru óðum að verða jaðar-
menn í íslenskum fræðum. Til marks um þetta var hversu lítill hluti
hópsins sem rannsakaði íslensk fræði var í raun og veru læs á ís-
lenskt nútímamál og færði sér því lítt í nyt nýjar rannsóknir
skrifaðar á íslensku. Ekki verður séð að þeirri þróun hafi verið snúið
við síðan. Þannig er enska núna orðin lingua franca norrænna fræða
þó að ísland hafi alla tíð, jafnt fyrir 30 árum og nú, átt mikilsmetna
fræðimenn. En þeir þurfa að skrifa á ensku til þess að fá áheyrn.
Oll Gautaborgarár sín var Lars margfaldur í roðinu. Þó að hann
lægi ekki á liði sínu í norrænum fræðum voru hans mestu afrek á sex-
tugsaldri ekki á því sviði heldur ritstýrði hann annars vegar miklu
yfirlitsriti í fimm bindum um sænska bókmenntasögu, Den svenska
litteraturen (1987-1990), ásamt gömlum vini sínum, rithöfundinum
Sven Delblanc. Þá tók hann að sér að vera menningarritstjóri á
Svenska Dagbladet í tvö ár (1991-1993). Norræn fræði hafa ekki
verið mjög sterk í Svíþjóð seinustu áratugi og þar hefur Lars enda
verið mun þekktari sem almennur menningarpáfi en sem norrænu-
fræðingur. Hann hefur líka lagt kapp á að rækta samband sitt við
sænskt menningarlíf og stundum sameinast þá norrænufræðingur-
inn og menningarpáfinn, til dæmis í nýlegri þýðingu hans á Njáls
sögu á sænsku sem út kom árið 2006 og var fljótlega komin í kilju.
Á seinni árum hefur Lars Lönnroth fengið marga verðskuldaða
viðurkenningu fyrir sitt fjölbreytta starf. Það eru raunar ekki sjald-