Skírnir - 01.09.2013, Page 164
HEIMIR PÁLSSON
Surtur og Þór
Hallmundarkviða túlkub
Bergbúa þáttur
Bergbúa þáttur er afar stuttur og einfaldur Islendingaþáttur, frásögn
af villu tveggja manna. Þeir Þórður bóndi og vinnumaður hans ætla
til tíða, mikinn hluta dagleiðar, villast og leita sér skjóls í helli undir
hamri nokkrum.1 Þórður kannast ekki við sig, gerir krossmark í
hellisdyrunum með broddstaf sínum. Síðan setjast þeir niður en
heyra er líður á nóttina ógurlegan hávaða, og biðjast fyrir, frekar en
leggja aftur út í óvissuna:
Þá signdu þeir sik ok báðu guð til hjálpar sér, því at þeim þótti lætin mikil-
fenglig innar í hellinum, ok varð þeim þá litit innar í myrkrit. Þeir sá þá
þat, er þeim þótti því líkast sem væri tungl tvau full eðr törgur stórar,2 ok
var á millum stund sú ekki svá lítil. Ekki ætluðu þeir annat heldr en þat
væri augu tvau ok mundi sá ekki mjóleitr, er þau skriðljós bar. Því næst
heyrðu þeir kveðandi harðla ógurliga með mikilli raust. Var þar hafit upp
kvæði ok kveðinn tólf vísna flokkr, ok kvað sá ávallt tysvar niðrlagit. (Berg-
búaþáttur 1991: 442)
Ekki fer á milli mála að í kvæðinu er lýst eldgosi, og í lokaerindi er
þeim félögum hótað illu, ef þeir læri ekki kvæðið, sem kveðið er
þrisvar um nóttina. „Þórðr mundi flokk þenna allan, en húskarl
mundi ekki orð í“ (Bergbúaþáttur 1991: 450). Að ári liðnu andaðist
líka húskarlinn en Þórður lifði lengi síðan.
Naumlega þætti Bergbúa þáttur merkur, ef ekki væri fyrir
kviðuna, því efni hennar er býsna einstætt. Islensk fornrit minnast
1 Sérstakar þakkir kann höfundur þeim Árna Hjartarsyni, Böðvari Guðmundssyni,
Helga Skúla Kjartanssyni og lesurum Skírnis fyrir hugmyndir og leiðsögn.
2 Törgur þessar, kringlóttir skildir, eiga greinilega ættingja í 11. erindi kviðunnar,
þegar Hallmundur segist „skaka hvarma skjgldu".
Skírnir, 187. ár (haust 2013)