Skírnir - 01.09.2013, Qupperneq 165
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
395
afar sjaldan á eldgos, hvað þá þau lýsi þeim. Undantekning er þar
þessi kviða. Mælandi kviðunnar, og þar með sá sem flytur hana í
þættinum, er bergbúi, jötunn, sem nefnir sig Hallmund, og menn
hafa jafnvel hugsað sér að sé hinn harðduglegi og ágæti vinur Grettis
með sama nafni, sem reyndar bjó í helli fjarri söguslóðum Berg-
búaþáttar en var skáldmæltur, þótt meira bæri á að Grettir kvæði um
hann.
Kvæðið sem jötunninn flytur er oftast nefnt Hallmundarkviða
og er því nafni haldið hér. Kviðan er tólf erindi dróttkvæð og áttunda
vísuorð tvítekið. Fæst með því galdralagskeimur.
Guðmundur Finnbogason (1935) lýsti kvæðinu skýrt eins og það
kom honum fyrir sjónir:
Fyrstu sex vísurnar, e3a fyrri helmingur kvæðisins, eru lýsing á eldgosi úr
jökli, gnýnum sem stendur af eldsumbrotunum, jarðskjálftunum, eldi og
eimyrju, vatnsflóði; fjallabungurnar springa, áin fossar fram, fjöllin skjálfa,
margir menn farast og alstaðar er ys og þys, klettar rifna og „aurr tekr upp
at færask undarligr ór grundu“, himininn [svo!] rifnar og loks kemur helli-
rigning, það er sem heimsendir sé kominn. — Síðari hluti kvæðisins er um
jötuninn sjálfan og félaga hans jötna og viðureign þeirra við Þór. Hugsunin
virðist vera sú, að eldsumbrotin komi af baráttu Þórs við jötna. Hann hafi
rekið þá niður í jötunheima og heimsótt þá þar. Jötnar fara halloka, kynstofn
þeirra þverr og Hallmundur fer hnugginn „niðr í Surts ens svarta sveit, í eld
enn heita“. (Guðmundur Finnbogason 1935: 172)3
Taldi Guðmundur ljóst að lýsingar kvæðisins væru „svo líkar þeim,
sem lesa má í „Skýrslum um Kötlugos" í „Safni til sögu Islands", 4.
bindi, að sennilegast virðist, að skáldið hafi einmitt Kötlugos í huga“
(Guðmundur Finnbogason 1935: 172-173).
Ef horft er til ártalsins 1935 þarf engum að koma á óvart að
Guðmundur telur næstum sjálfgefið að þarna sé lýst gosi í Kötlu. Til
þess var Kötlugosið 1918 nógu nálægt og skelfilegt. Heitt vatn er
3 Guðmundur skýrði allt kvæðið, en þar eð hann „leiðrétti“ textann dálítið er
sjaldan ástæða til að taka skýringar hans fram yfir skýringar Þórhails Vilmundar-
sonar.