Skírnir - 01.09.2013, Page 166
396
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
að sönnu ekki einkenni Kötluhlaupa sem þannig er lýst í hinu glæsi-
lega riti Náttúruvá á Islandi, eldgos og jarðskjálftar:
Við eldgos í Kötluöskjunni virðist bræðsluvatn leita jafnharðan niður að
jökulsporði þar sem það ryðst fram á leið til sjávar. Frá því að land byggðist
hafa flest eldgos í Kötlu valdið hlaupum sem farið hafa fram Mýrdalssand.
Ekki hefur það þó alltaf verið svo, því að hlaup fóru margsinnis niður Sól-
heimajökul um landnám. Á forsögulegum tíma komu stórhlaup einnig hvað
eftir annað undan Entujökli og ruddust fram Markarfljót. (Náttúruvá á
íslandi... 2013:160)
Við þetta er þó því að bæta að tvisvar í Hallmundarkviðu er minnst
á að jökull brenni. Hefur Guðmundi vafalítið þótt það stuðningur
við Kötlu-tilgátuna.
Eldgos á landnámsöld
Á því méli sem Islendingar voru heiðnir, frá því landnám hófst um
870 til kristnitöku, árið 1000,4 urðu fáein stór eldgos á íslandi, sum
hreint engin túristagos, eins og hið stærsta allra, Eldgjárgosið 934,
skömmu eftir stofnun Alþingis, en það gos telja menn núorðið hafa
verið einna magnaðast allra hraungosa á sögulegum tíma, líklega
öllu meira en Skaftáreldar. Gott yfirlit gefur Árni Hjartarson nátt-
úrufræðingur í óbirtum fyrirlestri, er hann segir:
Landnámsmenn íslands komu frá Skandinavíu og Bretlandseyjum og
þekktu ekki til eldfjalla og eldvirkni nema hugsanlega af afspurn sunnan
frá Italíu. Fljótlega hafa þeir þó orðið vitni að eldsumbrotum, bæði með
beinum og óbeinum hætti. Mikið gos varð á Veiðivatnasvæðinu í upphafi
landnámstíðar og þótt frumherjar landnámsmanna hafi ekki séð til
gosstöðvanna frá láglendinu urðu þeir vitni að gjóskufallinu sem dreifðist
vítt og breitt um landið. Fyrstu eldgosin sem menn sáu hafa líklega orðið á
4 Landnáma (Sturlubók) afmarkar heiðnina vel: „Svá segja vitrir menn, at ngkkurir
landnámsmenn hafi skírðir verit, þeir er byggt hafa fsland, flestir þeir er kómu
vestan um haf. Er til þess nefndr Helgi magri ok 0rlygr enn gamli, Helgi bjóla,
Jprundr kristni, Auðr djúpauðga, Ketill enn fíflski ok enn fleiri menn, er kómu
vestan um haf, ok héldu þeir sumir vel kristni til dauðadags. En þat gekk óvíða í
ættir, því at synir þeira sumra reistu hof ok blótuðu, en land var alheiðit nær
hundraði vetra“ (Landnáma 1968: 396).