Skírnir - 01.09.2013, Page 167
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
397
Reykjanesskaga en eldgosahrina virðist hafa orðið í Brennisteinsfjöllum
snemma á landnámstíð. Jón Jónsson telur að Tvíbollahraun hafi runnið þá.5
Aðalgígar þess eru í Grindaskörðum og blasa við frá Reykjavík. Síðan varð
mesta hraungos Islandssögunnar þegar Eldgjá brann 934 ... Hallmundar-
hraun í Borgarfirði er einnig af mörgum talið hafa runnið snemma land-
námstíðar (sbr. Náttúruvá á Islandi... 2013: 178 o.áfr.)
Réttilega bendir Árni, eins og fleiri, á að eldvirkni af ýmsu tagi
hlýtur að hafa verið algengt og mikilvægt umræðuefni á landnáms-
öld. Vafalítið hafa menn þá gert sér grein fyrir að þarna var eitthvað
svipað á ferð og menn kunnu sagnir af á Italíu og þekktu bæði róm-
verskar og grískar goðsagnir, þar sem Vulcanus var eldfjallabóndi og
Hefaistos eldsmiður og eldgosastjórnandi. En að vonum voru engar
slíkar sagnir til í norræna goðaheiminum sem allur hafði sótt efni sitt
til landa fyrir norðan fjall.
En þó svo eldgos hljóti að hafa verið umræðu- og umhugsunar-
efni fólks er harla lítið að þeim vikið í miðaldabókmenntum okkar,
næstum ekkert sagt í Landnámu nema lítið eitt um forspáa menn,
fáein orð um Borgarhraun, sem svo er kallað, og eins og síðar verður
að vikið örfá orð sem líklega vísa til Eldgjárgossins 934. Um Borg-
arhraun er frásögnin svona:
Þá var Þórir gamall og blindr, er hann kom út síð um kveld og sá, at maður
rori útan í Kaldárós á járnnpkkva,6 7 mikill og illiligr, og gekk þar upp til
bœjar þess, er í Hripi hét, ok gróf þar í stöðulshliði; en um nóttina kom
þar upp jarðeldur ok brann þá Borgarhraun. Þar var bœrinn, sem nú er
borgin/ (Landnáma 1968: 98; Sturlubók, Hauksbók næstum orðrétt eins)
Um Hrafn hafnarlykil segir svo í Sturlubók og Hauksbók Land-
námu að hann hafi verið víkingur mikill „ok nam land milli Hólms-
5 JónJónsson 1977, 1983.
6 Hér er freistandi að bera saman við steinnökkvann í 9. erindi kviðunnar.
7 Utgefandinn, Jakob Benediktsson, segir svo í neðanmálsgrein: „ : Eldborg. Jó-
hannes Áskelsson taldi að Eldborgarhraun væri myndað í tveimur gosum og hefði
hið yngra sennilega orðið skömmu eftir landnámsöld (Náttúrufræðingurinn 1955,
122-32). Mætti því vera varðveitt minning um þetta gos í sögn Landn., þó að
blandað sé þjóðsöguefni" (Landnáma 1968: 98, nm. 3). — Nýrri athuganir
(Haukur Jóhannesson 1977; sbr. Náttúruvá á Islandi... 2013: 375) benda til þess
að frásögn Landnámu eigi fremur við það sem nú heitir Rauðhálsahraum.