Skírnir - 01.09.2013, Síða 168
398
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
ár ok Eyjarár ok bjó í Dynskógum; hann vissi fyrir eldsuppkvámu
ok fœrði bú sitt í Lágey“ (Landnáma 1968: 328). Ekki er þess getið
með hvaða hætti Hafnarlykill vissi fyrir um eldgos, en vafalítið
hefur hann talist skyggn.
Hið þriðja dæmið er kannski makalausast, því það fjallar um eitt
af stærstu hraungosum á jarðríki frá sögulegum tíma, og er nú talið
stærra en Skaftáreldar. Um það gos er mínimalistísk heimild í Land-
námu, þar sem segir frá landnámi Molda-Gnúps. Sturlubók hefur
orðið:
Gnúpr fór til Islands fyrir víga sakir þeira brœðra ok nam land milli
Kúðafljóts ok Eyjarár, Álptaver allt; þar var þá vatn mikit ok álptveiðar á.
Molda-Gnúpr seldi mprgum mpnnum af landnámi sínu, ok gerðisk þar
fjplbyggt, áðr jarðeldr rannþar ofan (mín leturbreyting, HP), en þá flýðu
þeir vestr til Hpfðabrekku ok gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli.
(.Landnáma 1968: 330)
Arsetning gossins skv. greiningu úr Grænlandsjökli er 934. Land-
náma kemst hér afar kurteislega að orði um gos sem a.m.k. virðist
hafa eytt Álftaver allt.
Það er oft talið, m.a. með vísun í Kristni sögu, að Snorri goði
hafi bundið enda á allar umræður um þetta efni með frægum orðum
þegar fregnir bárust af hrauninu sem stefndi á Hjalla í Olfusi: „Um
hvat reiddusk guðin þá er hér brann hraunit er nú stpndu vér á?“
(Kristni saga 2003: 33). Eftir kristnitöku var reyndar of seint að búa
til heiðnar skýringargoðsagnir. Hins vegar kunna náttúrufræðingar
21. aldar að búa til skýringarsagnir. I Náttúruvá á Islandi segir í
kaflanum urn Kristnitökuhraun:
Snorra goða tókst að kveða andstæðinga trúskiptanna í kútinn, þegar þeir
reyndu að halda því fram að goðin hefðu komið þessu gosi af stað til að
láta í ljósi reiði sína. Þetta gefur til kynna að sumir þeirra er tekið höfðu sér
bólfestu á Islandi,8 hafi litið raunsæjum augum á náttúruhamfarir. Þetta sí-
virka land innrænna ferla, gjörólíkt gömlu heimalöndunum, hafi ekki fyllt
þá ótta né ruglað í ríminu. (Náttúruvá á Islandi ... 2013: 179)
8 Snorri var reyndar fæddur á íslandi og ekki meðal landnámsmanna; þar átti rúm
afi hans, Þorsteinn þorskábítur, sem reyndar dó í Helgafell, ef marka má sögu
Eyrbyggja (1935: 19) og jarðfræðilegar athuganir landnámskynslóðarinnar þar.