Skírnir - 01.09.2013, Page 169
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
399
Áður segir í sama riti:
Þetta tilsvar Snorra goða er líklega fyrsta frásögn af „jarðfræðilegum at-
hugunum" í íslenskum fornbókmenntum. Hún bendir til þess að forfeður
okkar hafi haft næman skilning á náttúru landsins og áttað sig á myndun-
arsögu þess að nokkru leyti. Á þeim 130 árum sem þá voru liðin frá fyrsta
landnámi, hafa mörg eldgos eflaust átt sér stað, enda verða eldsumbrot á
Islandi að jafnaði 20-30 sinnum á öld. [...] Ekki er ólíklegt að Snorri goði
hafi sjálfur séð eldgos eða haft nánar spurnir af verksummerkjum þeirra.
Hraunið „er nú stöndum vér á“ varð til um 8000 árum fyrir daga Snorra
goða. Tilsvar hans gæti bent til þess að Islendingar hafi verið 800 árum á
undan samtíð sinni í þekkingu á jarðeldamyndunum meðal þeirra þjóða í
hinum vestræna heimi er færðu frásagnir í letur. (Náttúruvá á Islandi ...
2013: 29-30)
Eins og hér verður reynt að rökstyðja hafa einhverjir landnáms-
menn einmitt skapað sér goðsögur til að útskýra eldsumbrot, og má
allt eins líta á tilsvar Snorra sem sígilda þrætubókarlist, sem ekki
þarf einu sinni að vera íslensk.9 Sú mynd sem aðrar sögur, t.d. Eyr-
byggjd, Njála og Laxdxla, gefa af Snorra, sýna okkur mann sem
hefur unun af að leika á andstæðingana. — Það sýnist einnig ljóst að
ekki áttu kristnir menn neina raunsæilega, hvað þá raunvísindalega,
útskýringu á eldgosum.
I átt að Hallmundi
Þeir þrír menn sem af skynsamlegustu viti hafa fjallað um Hall-
mundarkviðu síðustu áratugi, Þórhallur Vilmundarson, Páll Berg-
þórsson og Árni Hjartarson, hafa allir komist að svipuðum niður-
stöðum um tvö mikilvæg atriði: I fyrsta lagi að eldsumbrotalýsingar
kvæðisins séu ekki lýsingar á Kötlugosi og í öðru lagi að sennileg-
ast sé að í kvæðinu sé lýst gosinu sem úr rann Hallmundarhraun í
Borgarfirði og hafi það átt sér stað eftir 934 og fyrir 1000, líklega skv.
Náttúruvá á Islandi (2013: 128) árið 950. Það var ekki gos undir
9 Helgi Skúli Kjartansson hefur bent mér á að svipuð þrætubókarlist komi fram hjá
Tertullianusi og geta menn kynnt sér hana á Netinu http://www.tertullian.org/ar-
ticles/mayor_apologeticum/mayor_apologeticum