Skírnir - 01.09.2013, Page 170
400
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
jökli en vel má vænta þess að vatn hafi hitnað neðan jarðar af hraun-
rennslinu og baðlýsingin í 3. erindi sé ekki út í hött.
Guðmundi Finnbogasyni var ekki kunnugt um Eldgjárgosið,
þegar hann ritaði grein sína árið 1935, og gerði ráð fyrir að vísun
Hallmundarkviðu til stórbrotnari óskapa væri til eldgosa við mynd-
un landsins þ.e.a.s. löngu fyrir landnám, eða með orðum Guð-
mundar (1935: 178) „mun þar vera átt við það er fjöllin urðu til við
eldsumbrot“. Til þess þyrfti ekkert venjulegt mannaminni og e.t.v.
hefur Guðmundur hugsað til jötnanna sem voru „ár um bornir".
Landnámusetningin hefur löngum verið talin eina ritheimild,
fyrir utan annála, um Eldgjárgosið. Hins vegar er nú hugsanlega
fengin ný ritheimild, að stofni mun eldri, eins og þeir hafa bent á
náttúrufræðingarnir, Árni Hjartarson og Páll Bergþórsson, sé það
rétt skilið að Hallmundur vísi til þessa goss í 5. erindi með orðunum
„þó mun morðlundr fyrr um kannask annat stórum [mun] meira
undr á Snjógrundu, þats æ mun standa“ (skýring Þórhalls Vilmund-
arsonar: „þó mun maður fyrr hafa kynnzt stórum [mun] meira undri
á Islandi, því sem æ mun standa“ {Bergbúaþáttur 1991: 445). Er þá
sannarlegur fengur að þessum orðum fyrir eldgosasögu okkar.
Þórhallur Vilmundarson rannsakaði Hallmundarkviðu af mikilli
natni fyrir útgáfu sína. Sá hann og í nafni jötunsins Hallmundar
kjörið náttúrunafn sem „kunni að vera sótt í upphaflegt heiti hraun-
sins, sem nú nefnist Hallmundarhraun". Stakk Þórhallur upp á að
upptök hraunsins „hafi verið talin vera í *Hallanda uppi undir Lang-
jökli, og hraunið því nefnt *Hallandahraurí‘ {Bergbúaþáttur 1991:
ccviii). Hér verður sú kenning ekki til umræðu né rýni, en mikils
virði eru athuganir sem Þórhallur lét gera varðandi aldur hraunsins.
Hér verður skilist við þessi mál og ekki vakir heldur fyrir mér að
taka þátt í skáldaleit þeirra Páls og Árna, þótt skemmtileg sé.10 Hins
vegar sýnist full ástæða til að kynna sér nánar mælanda kvæðisins og
texta þess allan.
10 Páll Bergþórsson (2006: 9) gat upp á Tindi Hallkelssyni Hvítsíðingi en Árni
Hjartarson (2012) Þorvaldi holbarka, sem einmitt var giftur í Hvítársíðuna. Báðir
hefðu þeir átt að vera staðháttum kunnugir.