Skírnir - 01.09.2013, Page 171
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
401
Hallmundarkvida — eldgosið
I þessari umfjöllun er fylgt lestri og úrlestri Þórhalls Vilmundar-
sonar, sem gerði sér far um að komast sem næst Vatnshyrnutexta
kvæðisins. Stundum væri vitanlega hægt að skemmta sér við
að sækja aðra leshætti til að fá óskamerkingu í textann, en ég
reyni að forðast það.
1. erindi
Hrynr af heiða fenri;
H9II taka bjprg at falla;
fátt mun at fornu setri
fríðs aldjptuns hríðar;
gnýr, þás gengr enn hári
gramr um bratta hamra;
hátt stígr h^llum fœti
Hallmundr í gný fjalla,
Hallmundr í gný fjalla.
Erindið er byggt af fimm setningum eða því sem Snorri hefði kallað
fimm mál, og hér er málum ekki blandið, heldur hverju lokið um sig.
I fyrsta máli er sagt frá upphafi eldgossins, í setningunni „Hrynr af
heiða fenri (eða Fenri?)“. Fenrir er nafn Fenrisúlfs, en merkir í
kveðskap yfirleitt ,úlfur‘. Þegar búin er til kenningin heiða fenrir
getur hún merkt hvers konar ófreskju á fjöllum, en hugsanlega líka
þann eldjötun sem síðar ræðir um. Sögnin hrynja gæti vísað til
skriðufalla enda ekki fráleitt að þau fylgi jarðskjálftum í undanfara
goss.
Næsta mál er auðskilið: Björgin hölluðust fyrr en hrynja nú.
Hugsanlegt er að taka næsta mál saman þannig að lesið verði fátt
fríðs mun at fornu hríðarsetri aldjptuns, og megi þá skýra, eins og
Þórhallur gerir, sem ,fátt mun frítt í fornri veðrahöll hins aldna jöt-
uns (fjöllunum)'. Á það má hins vegar benda að aldjötunn er einstök
samsetning. Öll samsett orð sem Lexicon Poeticum kann með aldur
að fyrra lið hefur þar orðmyndina aldr (sbr aldrlok, aldrprýðir,
aldrtili). Hér er þá um það tvennt að ræða að stofninn sé hinn sami