Skírnir - 01.09.2013, Síða 172
402
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
og í aldinn eða öld. Álitleg hugmynd er að aldjötunn sé myndað af
no. öld + jötunn og merki ,óvinur mannanna'.11
Vitanlega mætti einnig lesa fátt (dauflegt) mun atfornu hríðarsetri
fríðs aldjgtuns, en lo.fríðr á ekki sérlega vel við jötna — nema í munni
jötuns. Hallmundi getur vel hafa þótt hinn ógurlegi eldjötunn/rzðttr.
Enginn vafi er á að enn hári gramr í fjórða máli merkir ,hinn
gráhærði höfðingi' og væri reyndar hálfgert stílbrot ef Hallmundur
hefði þau orð um sjálfan sig, sennilegra að hann hafi það um ein-
hvern sér voldugri og aldurslegri. Líklegast virðist mér að átt sé við
eldjötun þann sem stýrir gosi og seinna ræðir meira um.
Sennilegt er að mælandi kvæðisins sé Hallmundur sá sem í fimmta
máli þessa erindis talar um sig í 3. persónu: „hátt stígr hpllum fœti
/ Hallmundr í gný fjalla“. Hann nefnir sig við lok vísunnar eins og
prúðum skáldum sæmir, þegar til máls er tekið. Hins vegar er ekki
þar með sagt að hann sé að tala um sjálfan sig þegar við sögu koma
í sama erindi heiðafenrir, aldjgtunn og enn hári gramr, eins og Þór-
hallur telur sennilegast. Árni Hjartarson notar þá skýringu, en
Guðmundur Finnbogason og Páll Bergþórsson fóru aðrar leiðir og
gerðu báðir ráð fyrir táknrænni merkingu.
Mér sýnist hins vegar freistandi að gera ráð fyrir að strax í fyrsta
erindi séu á ferð tveir jötnar, annar virkur, og nefndur heiða fenrir,
aldjptunn og enn hári gramr, hinn áhorfandi og óvirkur. Sá óvirki
hefur þegar fengið nafn, Hallmundur, en sá virki (Surtur) er ekki
nefndur réttu nafni fyrr en mun síðar (10. erindi).
2. erindi
Hrýtr, áðr hauga brjóti
harðvirkr megingarða,
gnýr er of seima særi
sáman, eldrinn kámi;
eimyrju læt ek áma
upp skjótliga hrjóta;
verðr um Hrungnis hurðir
hljóðsamt við fok glóða
hljóðsamt við fok glóða.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar:
Eldrinn kámi hrýtr, áðr brjóti
harðvirkr hauga megingarða; gnýr er
of sáman seima særi; ek læt áma eim-
yrju hrjóta skjótliga upp; verðr
hljóðsamt um Hrungnis hurðir við
fok glóða.
11 Helgi Skúli Kjartansson hefur bent mér á þennan möguleika.