Skírnir - 01.09.2013, Page 175
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
405
sól, salur hennar = himinn, framur (dugmikill) valdur (stjórnandi)
hans = Óðinn! Hjá þessu yrði Þundar Glitnir smávægileg himins-
kenning, en ekki þarf meira en skjálfi Valhöll, þá gengur mikið á.
5. erindi
Þýtr í þungu grjóti
,þrír eskvinar svíra';
undr láta þat ýtar
enn, er jpklar brenna;
þó mun stórum mun meira
morðlundr á Snjógrundu
undr, þats æ mun standa,
annat fyrr um kannask
annat fyrr um kannask.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar:
Þýtr í þungu grjóti ,þrír eskvinar
svíra'; ýtar láta þat enn undr, er jgklar
brenna; þó mun morðlundr fyrr um
kannask annat stórum [mun] meira
undr á Snjógmndu, þats æ mun
standa.
Fimmta erindi er að sumu torráðið og kannski eitthvað brenglað,
menn hafa að minnsta kosti átt erfitt með vísuorðið ,þrír eskvinar
svíra'. Páll Bergþórsson býður skemmtilega skýringartilgátu, breytir
eskvinar í eskingar og túlkar línuna svo ,þrír öskustrókar þyrlast'.
Þetta kemur heim við það, að hans sögn, að þrír gígar eru sýnilegir
við upptök hraunsins. — Hvernig sem mönnum líst á skýringu Páls,
er hitt ljóst: I þessu erindi er sagt að hversu mikil undur sem mönn-
um þyki enn er jöklar brenna þá hafi maður (morðlundr ,bardaga-
tré‘) séð enn meira undur á Islandi (Snægrundu). Er túlkun vísra
manna, eins og áður segir, sú að þar sé vísað til Eldgjárgossins 934.
Vilji menn það er auðvelt að taka orðin um brennandi jökla þannig
að skáldinu sé einnig kunnugt um eldgos undir jökli (t.d. í Kötlu).
Eldgjárgosið mun einmitt að hluta til hafa skapað hlaup undan jökli.
Sjötta erindi er lokaerindi goslýsingarinnar eins og Guðmundur
Finnbogason túlkaði kvæðið, og í erindinu eru merkileg hvörf. Það
hljóðar svo:
6. erindi
Spretta kámir klettar;
knýr víðis bpl hríðir;
aurr tekr upp at fœrask
undarligr ór grundu;
hprgs munu hpldar margir