Skírnir - 01.09.2013, Síða 176
406
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
himinn rifnar þá, lifna;
rignir mest; at regni
rakkr, áðr heimrinn slokkvisk.
rokkr, áðr heimrinn slokkvisk.
Flest er hér fremur auðskilið enda málum lítið blandað. Enn birtist
lo. kámr ,svartur‘, og nú springa dökkir klettar; víðis bgl er auðvitað
eldur, og eykur hann nú hríðirnar. Athyglisverð er kenningin hpldar
hprgs. I öðru samhengi væri hugsanlegt að skýra hana ,blótgoðar‘,
en hgrgr merkir einnig ,fjall‘ og í 4. erindi kvæðisins var það greini-
lega haft um kletta í samsetningunni hgrga hjaldrborg ,glymjandi
fjallaborg'. Er ljóst að hámarki goss náum við brátt, því nú lifna
margir hgldar hgrgs ,kletta-höfðingjar‘ þ.e.a.s. jötnar. Niðurlags-
orðin skýrir Þórhallur: „það rökkvar af regni, áður er heimurinn
ferst.“ Skáldinu er orðið mikið niðri fyrir og dugir ekki minna en sí-
gild heimsendisspá til að lýsa goslokum. Ekki sakar í samhenginu að
regni rnkkr minnir ótvírætt á Ragnarökkur.
Það sem af er kvæðinu virðist mér því unnt að skýra sem lýsingu
Hallmundar á ógnvænlegum eldsumbrotum sem ónafngreindur og
óskilgreindur eldjötunn veldur.
Hallmundarkviða — jötnar
Næstu þrjú erindi eiga saman og nú stígur mælandinn, Hallmundur,
fram á sviðið og verður einn gerenda:
7. erindi
Stíg ek fjall af fjalli,
ferk opt litum, þopta;
dýpst ferk norðr et nyrðra
niðr í heim enn þriðja;
skegg beri opt sás uggir
ámr við minni kvámu,
brýtk við bjarga gæti
bág, í Élivága,
bág, í Élivága.
Freistandi samantekt: Ek stíg fjall
þopta af fjalli, ferk opt litum; ferk
dýpst norðr ok nyrðra niðr í enn
þriðja heim; sá es uggir ámr við
kvámu minni beri opt skegg í Élivága;
ek brýt bág við bjarga gæti.
Þopti er sá sem situr á sömu þóftu, þ.e. félagi og Hallmundur segist
stikla á fjöllum félaga sinna (annarra jötna) og fara dagfari og nátt-