Skírnir - 01.09.2013, Page 177
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
407
fari (fylgja litaskiptum, þ.e. birtu og myrkri), hann fer niður í undir-
heima og hollast er fyrir þann sem óttast komu hans að fara með
skeggi sínu í Élivága, því hann rísi oft gegn bjargagæti.
Þetta væri nokkuð ljóst, bara ef við vissum hver hinn dökki er,
sem ætti að forða sér í Élivoga með skegg sitt af því að Hall-
mundur gerir uppreisn gegn bjargaverðinum.12 — Meður því að
lýsingarorðin ámr og sámr hafa hingað til komið fyrir í tengslum
við gosið, væri auðvitað hugsanlegt að hugsa til eldjötunsins sem
gosi veldur, og það fæli þá í sér að Hallmundur (jötunn) kallaði
jötnana „þopta sína“ í upphafi vísu en gerði eldjötuninn að
andstæðingi sínum undir lok erindisins og teldi honum hentast að
flýja (bera skegg sitt, þ.e. fara með hafurtask sitt?) í Élivoga
(kuldaheiminn). Bjarga gætir getur verið ágæt kenning um eldjöt-
uninn, sem jafnframt er sá sem uggir ámr ,óttast svartur‘ að mæta
Hallmundi.
8. erindi
Várum húms í heimi,
hugðak því, svás dugði,
vér nutum verka þeira,
vallbingr saman allir;
undr er, hví .prvar' mundi
,eitrhryðju‘ mér heita,
þó ef ek þangat kœma,
þrekrammr við hlynglamma,
þrekrammr við hlynglamma.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar.
Várum allir saman í húms heimi;
hugðak því svás vallbingr dugði; vér
nutum þeira verka: undr er hví ,9rvar
eitrhryðju' mundi heita mér, ef ek
kœma þó þangat, þrekrammr við
hlynglamma.
Hér fer fátt milli mála. Sá sem hingað til hefur nefnt sig í eintölu
notar nú fleirtölu (várum, vér, saman allir) og hlýtur að eiga við
jötnana félaga sína og sig. Segist hafa lagt sitt lið til að hellirinn (vall-
bingr sem reyndar er leiðrétting úr vallbiur eða valldbingr) dygði,
en undrast að vísu að eldurinn (grvar eitrhryðju hlýtur að merkja
eldpílur) reynist honum heitur, eins og hann sé þrekrammr (út-
haldsgóður) við óvin hlynsins (eld; glammi ,úlfur‘).
12 Freistandi er að benda á orðalag eins og drepa niðr skeggi, scekja framm skeggi
og bpggva skeggi niðr sem öll merkja ,að lúta í Iægra haldi' sbr. Lexicon Poe-
ticum.