Skírnir - 01.09.2013, Page 179
SKÍRNIR
SURTUR OG PÓR
409
eins og skip. — Steinnökkvi kemur að því er virðist oftar fyrir sem
jötnabátur í fornaldarsögum, og í sögunni af Borgarhrauni kom jöt-
unn á járnnökkva!
Hugsanlega er umfram allt verið að segja okkur að eldgos séu
til mikils óhagræðis fyrir almenna jötna líka, ekki bara mannfólkið.
Náttúruhamfarir spilla náttúrunni og þar með heimkynnum jötn-
anna ekkert síður en aðstæðum mannanna.
Hallmundarkviða — Surtur
Næstu tvö erindi eru að sumu leyti hin athyglisverðustu í kvæðinu
og verð náinnar athugunar.
10. erindi
Sterkr, kveða illt at einu
oss við þann at senna,
Þórr veldr flotna fári;
felldr er sás jpklum eldir;
þverrðr er áttbogi urðar;
ek fer gneppr af nekkvi
niðr í Surts ens svarta
sveit í eld enn heita,
sveit í eld enn heita.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar:
Sterkr Þórr veldr fári flotna; kveða
oss illt at einu at senna við þann;
felldr er sás eldir jpklum; áttbogi
urðar er þverrðr; ek fer gneppr af
nekkvi niðr í sveit ens svarta Surts í
enn heita eld.
Fátt er hér sem þarf mikilla skýringa við. Sás jgklum eldir er vænt-
anlega sá sem kyndir undir jöklunum, áttbogi urbar er sú ætt sem átti
heima í urðinni, þ.e.a.s. jötnar, og nú fækkar þeim. Gneppr merkir
beygður og af nekkvi merkir ,ekki að ástæðulausuh Það sem túlkun
veltur á er heitiðflotnar, sem allir skýrendur virðast hafa verið sam-
mála um að merki ,menn, sjómenn'. Þórhallur Vilmundarson orðar
það svo í endursögn: „Þór hinn sterki veldur böli manna."
Tvö elstu dæmi um þetta heiti eru í Ragnarsdrápu Braga Bodda-
sonar (um 850) í annað skiptið er talað um flotna forns Litar og með
því að Litur er hvort tveggja í senn dverganafn og jötnanafn eru allir
sammála um aðflotnar Litar gamla séu jötnar. I eintölu væri orðið
"'floti og merkirþá að sjálfsögðu ,sjómaður‘ (sbr. Eddu: floti, þat er
skipaherr). Seinna dæmið úr Ragnarsdrápu er flotna rgnd ,skjöldur‘.