Skírnir - 01.09.2013, Page 181
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
411
hljóðar í Uppasalagerð: Svartrferr sunnan en í Konungsbókargerð
Surtrferr sunnan. Þegar kemur að Ragnarökkri í Uppsala-Eddu er
jötunninn nefndur Surtr. Þetta tvístig bendir reyndar til að hug-
myndin geti varla verið alveg mótuð meðan ekki er fullt samkomu-
lag um hvað jötunninn heiti.
Enn óljósari og ótrúlegri hugmynd má finna í Uppsala-Eddu um
salinn Gimlé. Báðar gerðir eru sammála um að svo heiti salurinn
þar sem hinir sáluhólpnu dveljist eftir Ragnarökkur. Þess vegna
kemur mjög á óvart þegar segir í Uppsalagerð: „Bezt er at vera á
Gimlé meðr Surti, ok gott er til drykkjar í Brimlé eða þar sem heitir
Sindri. Þar byggja góðir menn.“ (Snorri Sturluson 2012: 82). Þarna
minnist Konungsbókargerð ekki á Surt, enda sýnist fráleitt að ætla
hann húsvörð í sælustaðnum.
Elsta dæmi um nafnið og reyndar hið eina norska er frá Eyvindi
skáldaspilli í Eláleygjatali, þar sem rætt er um Surts sgkkdali og
Lexicon Poeticum segir hugsanlega merkja Hnitbjprg, klettaborg-
ina þar sem Suttungur geymdi skáldamjöðinn. Er þá Surtr eins og
hvert annað jötunsheiti.
Onnur dæmi nafnsins, og þau sem helst verða tengd við eldjötun
er að finna í eddukvæðum, auk Völuspár Vafþrúðnismálum (17.-
18. erindi) og Fáfnismálum (14.og 15. erindi). I hvorugu síðarnefnda
kvæðinu er minnst á eld, en bæði tala um Surt sem herforingja í bar-
daganum við goðin og segja Vafþrúðnismál að herirnir mætist á
vellinum Vígríði, en Fáfnismál að það verði í hólmanum Oskópni.
Ekki benda þessi dæmi til mótaðra hugmynda um eldjötuninn og
hlutverk hans.15
I stuttu máli sagt eru öll þessi dæmi varðveitt í íslenskum hand-
ritum miklum mun yngri en gosið í Hallmundarhrauni, og þó svo
Hallmundarkviða sé kannski ekki jafngömul gosinu er sögnin sem
15 Sá eða sú sem vill má gjarna skemmta sér við að nota þessar vangaveltur um Surt
og eldgosin sem stuðning við kenningar um íslenskan uppruna Völuspár. Þegar
grein þessi var í smíðum vakti Terry Gunnell athygli mína á merkilegri grein
Berthu Phillpotts (1905) en túlkun hennar á jötninum var mjög svipuð þeirri sem
hér er kynnt. Röksemdafærsla hennar er þó önnur, enda hefur þekking okkar
sem betur fer breyst nokkuð á þeirri drjúgu öld sem liðin er.