Skírnir - 01.09.2013, Side 182
412
HEIMIR PÁLSSON
SKÍRNIR
þar er rakin væntanlega á aldur við hin elstu eldjötunsdæmin, enda
margt sem styður þá hugmynd að Surtur hafi ekki fengið sérstakt
hlutverk í trúarbrögðunum fyrr en komið var til Islands og eldgos
þurftu sína skýringu. Þegar búið var að finna jötun til að stýra gos-
unum lá beint við að víkka hlutverk Þórs og særa þannig fram úr
goðaheiminum verndara gegn eldjötninum. Þetta er jafnvel enn ljós-
ara í næsta og þar með næstsíðasta erindi kviðunnar.
11. erindi
Veðk sem mjipll í milli,
mart er eimmyrkligt, heima;
springr jprð, því at þangat
Þór einn kveðk svá fóru;
breitt er und brún at líta
bjargálfi, mér sjálfum,
heldr skek ek hvarma skjpldu,
harmstríð, er ek fer víða,
harmstríð, er ek fer víða.
Samantekt (og skýringar) Þórhalls
Vilmundarsonar: Veðk sem mjijll í
milli heima; mart er eimmyrkligt
(svart af eldi); jgrð springr, því at
kveðk (því að ég ætla) Þór einn fóru
(hafa farið) svá þangat; breitt
harmstríð (þungar áhyggjur) er und
brún at líta bjargálfi (jötni), mér
sjálfum, er ek fer víða; heldr skek ek
hvarma skjgldu (heldur verður augna-
tillit mitt ógnþrungið).
Þetta væri sælgæti fyrir þann sem fýsir í kristin áhrif. Þór hefur sam-
kvæmt þessu erindi stigið niður einn síns liðs eins og Kristur í
Nikódemusarguðspjalli. Hitt er hins vegar alveg jafnsennilegt: Hall-
mundur viðurkennir hér yfirburði Þórs. Hann einn ása þorði niður
í undirheimana til Surts. Þess var þörf til að slökkva eldgosið! En
Hallmundur viðurkennir líka ósigur jötnanna í heild, þegar hann
lýsir harmi sínum.
Það er greinilegt af texta kviðunnar að almennir jötnar eiga sumt
sameigilegt með Surti, en með eldgosum ógnar hann tilveru þeirra
eins og annarra.
Hallmundur kveður
í lokaerindi kviðunnar ávarpar Hallmundur Þórð og vinnumanninn
og hvetur þá til að læra flokkinn, annars fari illa. Eins og mörg
önnur skáld lýkur hann máli sínu með því að segja skáldamjöðinn
þrotinn, en að sjálfsögðu kennir hann mjöðinn ekki við Óðin heldur
jötuninn (Aurni).