Skírnir - 01.09.2013, Side 183
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
413
12. erindi
Einn ák hús í hrauni,
heim sóttu mik beimar,
fimr vark fyrðum gamna
fyrr aldrigi, sjaldan;
flokk nemið it eða ykkat:
élherðar, mun verða,,
enn er at Aurnis brunni
ónyt, mikit víti,
ónyt, mikit víti.
Samantekt Þórhalls Vilmundarsonar:
Ák einn hús í hrauni; beimar (,menn‘)
sóttu mik sjaldan heim; vark aldrigi
fyrr fimr at gamna fyrðum; nemið it
(,þið‘) flokk, élherðar, eða ykkat víti
mun verða mikið; enn er ónyt at
Aurnis brunni (.skáldamjöðurinn
þrotinn‘). — (Skýringar innan sviga
mínar, HP).
Það er dapurt hljóð í skáldinu, hann á að vísu hús í hrauninu, en það
hafa sjaldan komið gestir, og hann barmar sér yfir að vera ekki fimur
að skemmta þeim. Þetta er sígilt nöldur skálda, þau eru ekki sérlega
liðug við skemmtunina og nú lýkur skáldamiðinum (kvæðinu). Hins
vegar er talsvert einstætt að skáldið skuli hafa í hótunum við gesti
sína: lærið kvæðið, annars fer illa fyrir ykkur, bíður ykkar mikið víti.
Að ýmsu leyti er þessi vísa reyndar grunsamleg. Efnslega passar
hún illa við það sem á undan fer og harla fátítt að skáld hafi í hót-
unum við áheyrendur sína. Aðalhendingin í síðasta vísuorði, nyt:
víti er ómöguleg og skánar lítið þótt henni væri breytt í nýt : víti
því í og ý taka ekki þátt í aðalhendingu fyrr en um 1400. Konráð
Gíslason breytti ónyt í óhlít ,ófullnægjandi‘.16 En það væri fánýt
iðja að reyna að giska á hver hefur bætt við vísu eða brenglað vísu-
orðum og hvers vegna. Lagfæringar fornra texta segja oftlega meira
um þann sem leiðréttir en upphaflega skáldið sjálft.
Hallmundur jötunn mun seint taka sæti innarlega á skáldabekk
okkar. Samt virðist mér hann hafa veitt okkur innsýn í goðsagna-
heim sem ella væri ókunnur. Hann hefur birt okkur hlutverk eld-
jötunsins Surts og gæslugoðs okkar Þórs við alveg nýjar aðstæður
og gefið okkur þannig dæmið um að forfeður okkar hafi, á þeim
skamma tíma sem land var alheiðið að sögn Sturlubókar, lagað
trúarbrögð sín að þeim uggvænlegu aðstæðum sem mættu þeim á
eldfjallalandinu.
16 Hér er farið eftir skýringum Þórhalls Vilmundarsonar.