Skírnir - 01.09.2013, Page 185
SKÍRNIR
SURTUR OG ÞÓR
415
borði jarðar en í helheimum, því að „niðr ok norðr liggr Helvegr."
(,Snorra-Edda 2005: 47). Hins vegar má auðvitað spyrja sig hvar eld-
jötunn sem réði gosum gæti átt heima nema niðri í jörðinni. Til þess
þurfti engan biblíulestur að hasla Surti völl.
Á sama hátt má benda á að niðurstigning Þórs til heimkynna
Surts þarf ekki að eiga Niðurstigningarsögu Nikodemusarguðspjalls
að fyrirmynd. Það var augljós hetjudáð að voga sér niður í undir-
djúpin.
Hitt er alveg rétt hjá Páli: Það er heiðin hugsun (að svo miklu
leyti sem við þekkjum hana) að baki kvæðinu, og orðaforði þess er
gamall. Það er þess vegna freistandi að taka undir við nátt-
úrufræðingana tvo og segja sem svo: Það er mjög sennilegt að Hall-
mundarkviða hafi verið til á 10. öld. Þar með er ekki sagt að það
hafi verið þessi Hallmundarkviða, hún getur hafa breyst margvís-
lega í meðförum í hálfa fimmtu öld eða svo, en hugmyndirnar eru
ekki kristnar heldur sprottnar frá því fólki sem þurfti hjálp Þórs til
að verja sig fyrir eldjötninum í nýja landinu.
Heimildir
Árni Hjartarson. 2012. Hallmundarkviða og Hallmundarhraun. Óbirtur fyrirlestur,
haldinn hjá Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 28. nóvember 2011. Til fyrirlestr-
arins er vitnað með góðfúslegu leyfi höfundar.
Bergbúaþáttur. 1991. íslenzk fornrit 13,439-450. Ritstj. Þórhallur Vilmundarson og
Bjarni Vilhjálmsson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
Eyrbyggja saga. 1935. íslenzk fornrit 4. Ritstj. Einar Ól. Sveinsson og Matthías
Þórðarson. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag.
Guðmundur Finnbogason. 1935. „Hallmundarkviða.“ Sktrnir 109: 172-181.
Haukur Jóhannesson. 1977. „Þar var ei bærinn, sem nú er borgin.“ Nátt-
úrufrœðingurinn 47: 129-141.
Heimir Pálsson. 2012. „Introduction.“ The Uppsala Edda. Dg 11 4to. Translated by
Anthony Faulkes, xi-cxxiv. London: Viking Society for Northern Research,
University College.
Heimir Pálsson. 2013. „Inngangur.” Snorri Sturluson. Uppsala-Edda. Uppsala-
handritið DG 11 4to, 15-147. Reykjavík, Reykholt: Bókaútgáfan Opna, Snorra-
stofa.
Jakob Benediktsson. 1968. „Formáli." íslenzk fornrit 1, v-cliv. Reykjavík: Hið ís-
lenzka fornritafélag.