Skírnir - 01.09.2013, Page 195
SKÍRNIR
AUÐUR A. ÓLAFSDÓTTIR
425
táknfræði hefðbundinna íkónamynda er freistandi að gera því skóna
að Bónuskonan sé hin nýja helgimynd konunnar, hin nýja pró-
tótýpa eilífðarinnar, das Ewig-Weibliche. Og þar sem hugtakið íkón
er í daglegu tali stundum notað á svipaðan hátt og orðið „ædól“ eða
átrúnaðargoð, mætti á sömu forsendum spyrja hvort gulur plast-
poki með bleikum sparigrís á gylltum grunni sé hin nýja helgimynd
íslensks samfélags? Ikón krefst að vísu ódauðleika en hann mætti
heimfæra upp á leikreglur sem ganga út á að skipta reglulega um
kennitölu og rekstraraðila.
Pokastrigi og ullarband
Fyrir fáeinum misserum venti Kristín sínu kvæði í kross og tók til
við að sauma með ullarþræði á grófan pokastriga flennistór vegg-
teppi. í ljósi viðvarandi áhuga Kristínar á handverkinu, sem birtist
m.a. í eggtempera-verkum og lagningu blaðgulls, kemur ekki á óvart
að myndvefnaður með snertigildi hins mjúka bands hafi bæst við
sem nýr miðill í myndheimi hennar. Striginn sem hún notast við er
ódýr iðnaðarstrigi, ýmist hörlitaður eða svartur, svipaður þeim sem
bændur víða um lönd nota til að geyma í grænmeti og lyktar af
mold. Viðfangsefni ísaumaðra strigaverka hennar er mannslíkam-
inn og þó heldur þrengra sjónarhorn en sem nemur heild hans,
nánar tiltekið það sem á latínu nefnist organa genitalia feminina eða
kvenmannssköp. Af þeim tiltekna líkamsparti hefur myndlistar-
konan spunnið fjölda verka síðustu misseri; teikningar, vefnað og
íkónamyndir. Það kann að koma einhverjum á óvart en rnyndir af
kvensköpum eru töluvert algengar í samtímamyndlist, í öllu falli
mun tíðari en málverk með trúarlegum mótífum. Þannig má til að
mynda finna á veraldarvefnum 2.560.000 síður undir leitarorðinu
„female genitals in art“ þótt ekki séu þær allar unnar af sama listræna
metnaði! í því samhengi er einnig vert að benda sérstaklega á
áherslur femínískrar listar allt frá áttunda áratugi síðustu aldar, ekki
hvað síst í þrívíddarlist, vídeólist og gjörningum. Þá áttu femínískir
listamenn á sínum tíma eða í kringum 1970 stóran þátt í að auka veg
hinna mjúku kvennaefna í listasögunni, svo sem vefnaðar, útsaums
og bútasaums. Áhugi á kvensköpum í tengslum við kraftbirtingu