Skírnir - 01.09.2013, Page 196
426
VAGINAETERNA
SKÍRNIR
lífsins er heldur ekki nýr í listsögulegu samhengi og raunar má
finna stílfærðar útfærslur af organa genitalia feminina allt aftur í
37.000 ára gamlar hellaristur. Margir þekkja til málverks Gustave
Courbet, L’Orgine du monde eða Uppruni heimsins, frá 1866, en
af þekktum tímamótaverkum sem standa nær okkur í tíma má
nefna líkan af naktri, liggjandi konu, á stærð við tveggja hæða hús,
eftir Niki de Saint-Phalle frá árinu 1963 sem listakonan nefndi
Hon (hún). Inngangur prúðbúinna gesta í verkið á sýningaropnun
var akkúrat um þær sömu dyr og Courbet tengdi við uppruna
heimsins. Og svo tekið sé nýlegt dæmi um samtímalistaverk má
nefna The Great Wall (2011) eftir enska myndlistarmanninn Jamie
Mc-Cartney sem notaði mót af 400 kvensköpum til að byggja níu
metra langan vegg. „It’s not vulgar, it’s vulva“ segir í umsögn um
verkið.1
Skapaverkin sem Kristín nefnir á kvenlega rökréttan hátt Sköp-
unarverk, eru að flestu leyti eðlilegt framhald af móðurmyndinni
og í víðari skilningi kvenmyndinni sem er nálæg í öllum fyrri
verkum hennar. Minnið móðir og barn kemur þar ítrekað fyrir í
mismunandi útfærslum en sú táknmynd móður sem dregin er upp
í eldri verkum sýnir þá sem verndar, nærir og gefur líf — nokkuð í
anda mater misericordiae mynda af Maríu guðsmóður sem tekur
mannkynið allt undir verndarvæng sinn. Áherslur Kristínar hafa
ávallt verið „kvenlægar" og skapaverkin því hvorki „stökkbreyt-
ing“ né „umpólun" á list hennar líkt og það hefur verið orðað,
heldur ný útfærsla móðurmyndarinnar. I stað þess að setja á svið
móðurina sem andlega veru, poppar nú upp hin líkamlega eða hold-
lega kona. Sú sem fæðir af sér líf er tákngerð með einum líkams-
parti eða pars pro toto — hluta fyrir heild, sem verður í samhengi
verkanna að eins konar myndhverfingu fyrir leyndardóm upprun-
ans. Það mætti orða sem svo að útgangspunkturinn sé annar, eða
kannski ætti fremur að segja inngangurinn. Það er ekki síst stærðin
sem gefur myndvefnaði Kristínar áhrifamátt sinn en flest verkanna
eru á mjög stórum skala, að minnsta kosti miðað við viðfangs-
1 http://www.theenglishgroup.co.uk/blog/2012/05/28/jamie-mccartney-skin-deep-
exhibition/