Skírnir - 01.09.2013, Page 197
SKÍRNIR
AUÐUR A. ÓLAFSDÓTTIR
427
efnið sem er bæði smátt og inni-
legt. Stærsta vefmyndin er þannig
tæpir 13 fermetrar, í knallrauð-
um lit og opnast eins og rósa-
knúbbur, blað fyrir blað, en
blómakenning um sköp konu er
algeng. Notkun rauða litarins,
sem er ýmist tákn kynorku eða
kraftbirtingar heilags anda, eftir
tímabilum og menningarheim-
um, bendir til að Kristín hafi
ekki sagt skilið við hina sterku
liti helgimyndanna sem eru auk
rauða litarins, einkum blár, svart-
ur og gylltur. Sá mónúmental-
ismi eða hetjuleg yfirstækkun
viðfangsefnis sem veggteppin
bera vitni um er heldur ekki ger-
sneyddur þeirri kímnigáfu sem
setur í vaxandi mæli svip á verk
Kristínar og áður hefur verið
vikið að. Að taka það sem er
smátt og gera að eins konar tákn-
mynd hins stóra samhengis hlut-
anna er þekkt stílbragð í list-
sköpun sem gjörbreytir upp-
lifun áhorfanda. Því stærra sem verk er, því innilegra, er haft eftir
lettnesk-bandaríska listamanninum Rotkho (1903-1970) sem
rökstyður fullyrðingu sína á þann veg að með því móti séu bæði lis-
tamaður og áhorfandi inni í verkinu og þar með hluti af því. Rothko
taldi raunar æskilegt að áhorfandi stæði helst ekki fjær flennistórum
málverkum hans en sem samsvaraði 18 þumlungum, með því móti
myndi hann upplifa „yfirþyrmandi nánd“ og eiga möguleika á því
að hefja sig upp yfir sitt smáa sjálf.2
Dreyrrauð, 2011, ull á striga,
100 x 200 cm.
2 Weiss, Jeffrey. 2000. Mark Rotkko. Yale University Press, bls. 262.