Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 13

Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 13
/sJý T>ögur\ slysið varð, er mikil hætta á að frétta- flutningurinn verði rangur. Þess eru dæmi að fjölmiðlar, sem eingöngu hafa by ggt fréttaflutning sinn á upplýsingum vitna, hafi verið með rangan og sær- andi fréttaflutning. Fréttaflutningur af slysum, sérstaklega dauðaslysum og al varlegri slysum, getur komið sér mjög illa þegar ekki hefur náðst til aðstand- enda fyrir birtingu eða útsendingu. Fjölmiðlar hafa almennt virt tilmæli lögreglu um að birta ekki nöfn látinna áður en náðst hefur til aðstandenda. Hins vegar eru fjölmiðlar í harðri samkeppni sín á milli um að vera fyrstir með fréttirnar. 6. Upplýsa aðstandendur um dánarorsök og annað varðandi dauðsfallið og veita þeim þann andlega stuðning sem hægt er. Nánustu aðstandendur geta í flestum tilvikum fengið að lesalögregluskýrslur varðandi atvikið og niðurstöðu réttar- krufningar. 7. Við dauðaslys þurfa aðstandendur að bera kennsl á líkið. Sjúkrahúsprestur er oftast viðstaddur, einnig hjúkrunar- fræðingur. Ef líkið er í líkhúsi og bera þarf kennsl á það eða venslamenn óska eftir að fá að sjá líkið, er það flutt í kirkju t.d. Fossvogskapellu. 8. Þess eru dæmi að sá sem slysi veldur vilji fá að ræða við aðstandendur þess látna eða slasaða. Lögreglan eða sjúkra- húsprestur hefur milligöngu um slíkt, oftast sjúkrahúsprestur. Reyndir lög- reglumenn leggja mikla áherslu á þýðingu þessa þáttar. 9. Ákvörðum um hvort ástæða sé til að senda rannsóknargögn til ríkissak- sóknara er tekin af lögfræðingum rannsóknadeildar lögreglunnar í Reykjavík, eða eftir atvikum rann- sóknarlögreglu ríkisins. Rannsóknar- gögn vegna dauðaslysa og alvarlegri slysa eru langoftast send ríkissak- sóknara til fyrirsagnar um afgreiðslu máls. ■Hópslysi Á þessu ári gaf lögreglan í Reykjavík út handbók fyrir lögreglumenn, sem tekur til skipulags og viðbragða lögreglu við al- mannahættu, svo og hópslys og jafnframt er í síðari kafla ritsins skipulag Almannavarna ríkisins og þau lög og reglur sem gilda um almannavarnir. Reynt var að setja efni ritsins fram með aðgengilegum og einföldum hætti, þannig að þurfi að starfa eftir einum eða fleiri þáttum almannavarnarskipulags, er hægt á svip- stundu, með því að notast við sérstakt LEITARBLAÐ í bókinni og efnisyfirlit, að finna allt um viðkomandi þætti og það sem hver og einn stjórnandi á að gera. Komi t.d. upp hópslys, er flett upp á þeirri hættu sem hópslysið hefur valdið og ef um er að ræða hópslys á Reykjavíkurflugvelli skal einnig flett upp í sérkafla varðandi það. Áhersla er lögð á vel skipulögð og hnitmiðuð störf lögreglunnar, þar sem h ver og einn veit nákvæmlega hvað hann á að gera og hvenær á að gera þetta eða hitt. í ritinu er einnig unnið út frá sérstökum minnislistum, sem einfalda lögreglumönn- um hlutverk þeirra og gefur ritið mjög góða yfirsýn yfir atburði og störf lögrelgunnar hverju sinni, bæði meðan á neyðarástandi stendur og eftir á. Handbókin er jafnframt kennslurit fyrir lögreglumenn í viðbrögðum við almannavá. Lögreglan í Reykjavík hefur á undanförnum árum gefið út fjórar handbækur fyrir lögreglumenn, sem allar með einum eða öðrum hætti varða málefni það sem erindi mitt hefur fjallað um. 13

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.