Ný Dögun - 01.11.1992, Side 15

Ný Dögun - 01.11.1992, Side 15
Döqikyv Ef ég vitna i orð séra Sigfinns Þorleifssonar þá „ræðst þungi tilfinninganna af inntaki þess sem misst er/y og einnig skiptir máli hvernig fötlun ber að, hvort um skyndilegt áfall vegna slyss eða sjúkdóms er að ræða eða sjúkdóm þar sem einhver aðlögun að ástandinu á sér stað. Ég mun hér aðallega fjalla um viðbrögð við skyndilegri lömun vegna mænuskaða, en þessi viðbrögð eru auðvitað oft sammerkt annars konarfötlun, s.s. heilaskaða, lömunar vegna heilablóðfalls eða aflimunar svo ein- hver dæmi séu tekin. Oft skiptum við mismunandi tilfinningum sem fólk finnur fyrir þegar það verður fyrir miklu áfalli s.s. mikilli fötlun eða ástvina- missi í nokkur stig. 1. Andlegt lost 2. Andleg viðbrögð 3. Aðlögun 4. Sátt Engin tímatafla er til fyrir þessi mismunandi stig tilfinninganna eða sorgarinnar og ekki eru heldur nein skörp skil á milli þessara stiga tilfinninga. 1. T^Kidlegt lost Fyrstu viðbrögð eru oft andlegt lost eða eins og þegar séra Sigfinnur talar um skyndilegan dauða, er „áfallið óvægið högg og það er líkt og tilveran hrynji". Þetta á einnig við, þegar heilbrigður ein- staklingur lendir í þeirri hörmulegu lífs- reynslu að breytast í einu vettfangi í algerlega ósjálfbjarga einstakling, sem ekki getur hreyft legg né lið og er algerlega háður öðrum. Einstaklingnum er í raun kastað inn í ókunn- an og óraunverulegan heim, sem er fullur af skelfingu og vandamálum. 2. ve»*a öð»*um háður Ég vakna. Klukkan er aðeins tvö. Sængin nær alla leið upp að nefi. Mér er svo heitt að ég brenn. Burt með sængina! Skrambinn, hún liggur öll skökk. Tilraunir mínar til að fjarlægja hana mis- heppnast. Angistin breiðist út. Það verður ennþá heitara. Tárin koma. Ég berst örvæntingarfull við sængina mína. Og það er sængin sem sigrar. ( Frá Patetra nr. 1-86 B. Skansgard) í byrjun er sjúklingurinn oft of ringlaður og utan við sig til að skilja til fulls eða gera sér grein fyrir ástandinu. Fyrstu dagarnir ein- kennast ekki bara af algerlega líkamlegu tilfinningaleysi, heldur af tilfinningalegum doða og svo að ég vitni aftur í séra Sigfinn er það „varnarháttur að dofna upp og halda þannig frá sér allra fyrst því, sem maður ræður ekki við og er óbærilegt" Allt virðist óraunverulegt og fjarlægt, en sannleikurinn þrengir sér þó að, þó svo að sjúklingurinn geri sér engan veginn grein fyrir afleiðingunum. Það er sameiginlegt flestum, sem verða fyrir skyndilegu, miklu áfalli, eins og mikil varanleg fötlun er, að það er erfitt að muna og skilja allt sem manni er sagt í byrjun. 3. Vm's andleg viðb»*ögð Smám saman eykst vitund sjúklingsins um ástandið og afleiðingar skaðans, þ.e. hvaða áhrif alger lömun og lömun á starfsemi þvagblöðru, þarma og kynfæra mun hafa á daglegt líf, þó svo að hann geri sér ekki enn fulla grein fyrir þessum afleiðingum. Grátur og örvilnun eru algeng viðbrögð á þessu stigi. Óöryggi, ótti og kvíðivekja spurningar eins og: verður þetta varanlegt: ? Kem ég einhvern tíma til með að geta gengið aftur ? Kem ég einhvern tíma til með að geta stundað vinnu aftur? 15

x

Ný Dögun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.