Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 18

Ný Dögun - 01.11.1992, Qupperneq 18
/Sjý Dögun Ótti er þáttur í eðlilegum viðbrögðum og það þarf að komast yfir hann. Óttinn við að mistakast er mjög algengur. Þess vegna er mikilvægt að þjálfarinn og sjúklingurinn setji sér markmið í sameiningu og vinni saman að sama markmiði, en án fullkomins trausts, samhy gðar og sam vinnu eru horfur á góðum árangri verulega spilltar. Með því að vinna saman að sama markmiði er hættan á mistökum og óttinn við að stand- ast ekki kröfur mun minni en ef væntingar sjúklingsins og þjálfarans fara ekki saman. 7. Vmna að sama ma rki Ef sjúklingurinn og þjálfarinn eru ekki að vinna saman að sama marki er nauðsynlegt að ræða málin og ef fagfólkinu finnst sjúklingurinn á leið inn í blindgötu verður að reyna að hjálpa honum út úr þeirri blind- götu og það gerist best með fræðslu og upplýsingum og þá verður trúnaðartraust að ríkja. Það er þó ekki alltaf mögulegt að ná að vinna saman að sama marki. Greind og skilningur á vandanum skiptir máli og því miður er slíkur skilningur ekki alltaf til staðar, stundum skortir sjúklinginn skilning vegna andlegrar skerðingar, t.d. ef um einhvern heilaskaða er að ræða og getur þá t.d. verið um skort á einbeitingu eða rökhugsun að ræða. Þá reynir e.t.v. enn meira á hæfni starfs- fólksins, að geta mætt sjúklingnum á því stigi sem hann er og gera kröfur til hans í samræmi við getu hans. Þá er mjög mikilvægt að fá hann til að vinna með og nauðsynlegt er að vekja og viðhalda áhuga hans en til þess verður hann að sjá einhvern tilgang með meðferðinni. Sjúklingur verður að læra að verða með- vitaður um hvað hann getur, um líkamlega möguleika sína, en einnig verður hann að gera sér grein fyrir takmörkunum sínum. Þá fyrst getur hann þróað raunverulegt viðhorf og afstöðu til lífsins og getur því besta út úr endurhæfingunni, nýtt hæfileika sína og tekið aftur ábyrgð á eigin lífi og fjölskyldu sinnar. Eitt af grundvallaratriðunum er að sjúkl- ingurinn eygi von um betra líf og geti stefnt að því. Sjálfsímynd Það er mjög mikilvægt að byggja upp já- kvæða sjálfsímynd hjá hinum fatlaða. Sjálfsímynd byggir á eigin reynslu og er síbreytileg allt frá barnæsku til efri áranna. Sjálfsímynd einstaklinga með fötlun eftir slys eða sjúkdóma byggir á samblandi af fortíð og nútíð. Sá sem verður fyrir þeirri lífsreynslu að verða skyndilega fatlaður, þarf allt í einu að horfast í augu við gerbreytta líkamsmynd og verður í raun og veru að þróa nýja sjálfs- ímynd. Mikil hætta er á neikvæðri sjálfsímynd og að hinn fatlaði sé óánægður með útlit sitt og líkama sinn, líkama sem hann finnur ef til vill ekki einu sinni fyrir. Ef sjálfsímyndin er neikvæð, er hætta á að hinn fatlaði vanmeti sjálfan sig einnig að öllu öðru leiti. 8. Mö^neskjan - j-jölskyldatt Það er því mikil vægt að efla og þróa jákvæðar tilfinningar gagnvart líkamanum og þróa þar með jákvæða sjálfsímynd, t.d. að hinn fatlaði geti hugsað á jákvæðan hátt um útlit sitt og að hann finni að hann geti verið aðlaðandi þrátt fyrir fötlun og hjólastól og að það er manneskjan sem skiptir máli en ekki fötlunin eða stóllinn. Andleg viðbrögð og aðlögun aðstandenda Það er ekki bara hinn fatlaði sem þarf að aðlagast aðstæðunum, heldur er það ekki síður nauðsynlegt fyrir aðstandendurna. Þeir verða að öðlast fullan skilning á fötlun einstaklingsins og hvað hún muni þýða fyrir fjölskyldu- og heimilislíf. í mörgum tilfellum fara aðstandendur í gegn- um sömu stig andlegra viðbragða og sjúkl- ingurinn, þ.e. að fyrst er áfallið gífurlegt, oft með tlfinningadoða en einnig ásökunum. Spurningar á borð við ef, ef... við hefðum gert hlutina öðruvísi, hefðum við þá getað 18

x

Ný Dögun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.