Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 22

Ný Dögun - 01.11.1992, Blaðsíða 22
/s)ý Dögim Vi+nisburður C\cxm\cx +es+amen+isins Hér má finna nokkrar frásagnir af sjálfs- vígum. í 9. kafla Dómarabókarinnar er sagt frá Abímelek, sem framdi valdarán og drap 70 bræður sína. Hann ríkti síðan yfir ísrael sem konungur í 3 ár, en þá var gerð uppreisn gegn honum. Abímelek gerði umsátur um turn, þar sem óvinir hans voru, en hætti sér of nærri og kona í turninum kastaði k varnar- steini, sem lenti á höfði Abímeleks og mölvaði höfuðkúpu hans. Hann bað þá skjaldsvein sinn um að drepa sig, því hann vildi ekki falla fyrir hendi konu. Skjald- sveinninn varð við bón hans. Segja má, að þetta sé ekki sjálfsvíg í þrengstu merkingu orðsins, en sá, sem dó, gaf skip- unina og ef skjaldsveinninn hefði ekki hlýtt, þá mætti ætla að Abímelek hefði fundið önnur ráð til að mæta dauða sínum. í 16. kafla Dómarabókarinnar er greint frá dauða Samsonar. Samson varð ástfanginn af Dalílu, sem sveik hann í hendur Filista. Hár hans var skorið, augun stungin úr hon- um og hann gerður að þræl. En honum gafst eitt tækifæri til hefnda, er hann náði að brjóta miðsúlur húss, þar sem fjöldi Filista var saman kominn. Dó Samson þar með þeim. Þarna tengist saman hefnd og sjálfsvíg. Akítófel var ráðgjafi Davíðs konungs, en þegar sonur Davíðs, Absalon, gerði upp- reisn, þá fylgdi Akítófel honum. Frá þessu er sagt í Síðari Samúelsbók 16. og 17. kafla. Akítófel kunni ráð, sem hefði dugað Absalon til að ráða niðurlögum Davíðs, en Absalon tók ráð annars ráðgjafa fram yfir ráð Akítófels. Sú ákvörðun leiddi til falls Absalons. Þegar Akítófel sá, að ekki var farið að ráðum hans, þá ráðstafaði hann eigum sínum og svipti sig lífi. Hann vissi, að annars yrði hann tekinn af lífi sem land- ráðamaður og smán mundi koma yfir fjölskyldu hans. Sjálfsvígið er þarna leið til að forða verri atburðum. í 15. og 16. kafla Fyrri Konungabókar er sagt frá Basa, konungi í ísrael. Hann gerði það, sem illt var í augum Drottins og spámaður boðaði refsingu Drottins yfir fjölskyldu hans. Eftir daga Basa varð Ela, sonur hans, kon- ungur. En Simrí gerði uppreisn, sem flaut í blóði. Hann ríkti í 7 daga, en var þá um- kringdur. Þá lagði hann eld að konungs- höllinni og lét þar lífið. Þekktasta frásögnin af sjálfsvígi í Gamla testamentinu er frásögnin af dauða Sál konungs. í Fyrri Samúelsbók er sagt frá því, hvernig Sál varð konungur, frá baráttu hans við Filista, uppgangi, hnignun, sinnisveiki Sáls, öfund út í Davíð, sem varð konungur eftir hann, og loks dauða Sál í 31. kaflanum. Sál var orðinn aðþrengdur í orustu við Filista og vildi ekki láta fara háðuglega með sig. Bað hann skjaldsvein sinn um að reka sig í gegn. Skjaldsveinninn vildi það ekki og tók Sál þá sverðið og lét fallast á það. Skjald- sveinninn gerði slíkt hið sama. Létu þeir þar báðir líf sitt. Þarna var sjálfsvígið leið til að halda sæmd sinni. Vifrusbu^ðui'1 /Oýja +estamen+isius í Nýja testamentinu er sagt frá einu sjálfsvígi: Sjálfsvígi Júdasar, eftir að hann hafði svikið Jesúm. í 27. kafla Matteusarguðspjalls er sagt frá því að Júdas hafi iðrast svika sinna og svipt sig lífi. Ekkert er sagt um örvænt- ingu, eða að hann hafi upplifað sig yfirgefinn af Guði, en slík túlkun kemur fram í seinni tíma skrifum. En þótt þetta sé eina sjálfsvígið, sem greint er frá, þá er víðar talað um sjálfsvíg: 18. kafla Jóhannesarguðspjalls segir Jesús:„Ég fer burt....þangað sem ég fer, getið þér ekki komist'7. Viðbrögð Gyðinganna eru undrun: „Mun hann ætla að fyrirfara sér...?" í 16. kafla Postulasögunnar segir frá þeim Páli postula og Sílasi, sem voru í fangelsi og eftir bænagjörð og sálmasöng varð jarð- skjálfti, allar dyr opnuðust og fjötrar féllu af öllum föngum. Fangavörðurinn vaknaði og taldi alla fangana flúna. Dró hann þá sverð 22

x

Ný Dögun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný Dögun
https://timarit.is/publication/1305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.