Ný Dögun - 01.11.1992, Síða 37
/V)ý Dögurv
lamaða alveg eða að hluta. Staðsetning
áverkans er þá á Thoraco-lumbar svæðinu.
Þegar hluti mænu er í lagi er erfitt að spá fyrir
um afleiðingarnar, því að oft koma ákveðnar
„funktionir" aftur til baka að nokkrum tíma
liðnum. Aftur á móti er hægara að spá fyrir
um þær breytingar sem verða þegar mæna er
alveg í sundur:
Tetraplekískir
1) Lömun efri útlima, bols og neðri
útlima
2) Missir þvag- og hægðastjórnunar
3) Engin sensorísk skynjun á lömuðum
svæðum
Paraplekískir
1) Lömun á bol frá þeim stað þar sem
mænan fór í sundur og niður úr
2) Lömun þvag- og hægðastjórnunar
(ekki alltaf varanlegt)
3) Engin skynjun á lömuðum svæðum
Hvernig sem á málið er litið er þetta verulega
alvarlegt ástand þar sem oftast er þetta
varanlegt og engin bein skurðaðgerð eða
lyfjagjöf, sem getur komið til hjálpar. því
eykst mikilvægi hins sálfræðilega þáttar og
endurhæfingarinnar að sama skapi. Báðir
þessir þættir geta síðan verkað saman með
það að markmiði að fá viðkomandi til að
sætta sig við hlutskipti sitt og verða eins
sjálfbjarga og mögulegt er. Til að árangur
náist er algert grundvallaratriði að milli
sjúklings og fjölskyldu hans annars vegar og
hjúkrunarfólks hins vegar skapist samband,
sem býður upp á umræður og nægilegt
upplýsingastreymi milli þessara aðila.
Sjúklingur þarf í fyrstu að liggja í margar
vikur í algerri hvíld, sérstaklega við brot á
hryggjarliðum. Á þessu stigi er sjúklingur
mjög vandmeðfarinn, jafnt líkamlega sem
andlega. Til að átta okkur betur á ástandi
hans er rétt að benda á nokkur vandamál,
sem upp koma hjá sjúklingum af þessu tagi
sem draga enn frekar úr andlegu þreki þeirra
og skerða líkamsímynd.
1) Öndunarerfiðleikar: Áalltafvið
tetraplekíska og suma paraplekíska
vegna lömunar intercostalvöðvanna
(stundum er nauðsynlegt að hjálpa til
með súrefniskút). Einnig verður af
sömu ástæðu erfitt að hósta og því
mikilvægt að gefa því gaum, annars
gæti illa farið.
2) Meltingartruflanir: Fyrstu dagana er
þarmalömun alger, svo að nauðsyn-
legt er að gefa alla næringu í æð. Það
lagast síðan smám saman. Tæming
þvagblöðru er ekki til staðar, en
kemur smátt og smátt aftur. En
viljastýrð þvaglosun kemur aldrei
aftur í flestum tilfellum. Hægðalosun
er einnig úr lagi og verður að losa um
það með aðstoð stíla og handafls til að
koma í veg fyrir króníska hægðastíflu.
Stundum verður að hafa þennan
háttinn á til frambúðar.
3) Litlir hreyfimöguleikar valda hættu á
legusárum. Því verður að gæta þess
að sjúklingur sé ekki alltaf í sömu
stöðu. Sem fyrirbyggjandi aðgerð má
nota sérstakar sanddýnur.
Við endurhæfingu sjúklings er mikilvægt að
semstærstur hluti hjúkrunarfólksins taki þátt
í henni og gefi ættingjum jafnt og honum
sjálfum nauðsynlegar upplýsingar um horfur
og þær væntingar, sem raunhæfar teljast.
Reynslan hefur sýnt að ættingjar, sem ekki
vilja meðtaka og taka mark á því sem sagt er,
geta hindrað eðlilega framgöngu með-
ferðarinnar.
Mikilvægt er að fylgst sé með næringar-
ástandi sjúklingsins, því offita gerir sjúkling
ómeðfærilegan. Of grönnum sjúklingi er
hins vegar mun hættara við legusárum. Því
er í mörg horn að líta.
Breyting líkamsímyndarinnar er gríðarlega
mikil fyrir þessa einstaklinga. Hætt er við að
þeir missi allt sjálfsálit og sjálfsvirðingu við
þessa nýtilkomnu fötlun sína og allar þær
óþægilegu afleiðingar sem hún hefur í för
með sér. Þessi breytta líkamsímynd leiðir hjá
sumum einstaklingum til alvarlegs þung-
lyndis. Þegar svona er ástatt er fátt mikil-
vægara en að fá viðkomandi til að opna sig
og ræða um það sem honum liggur mest á
hjarta. Þetta eru í rauninni mjög skiljanleg
37