Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 18
18 UMRÆÐA
Sandkorn
9. nóvember 2018
Spurning vikunnar
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Þ
ungunarrof, eða fóstureyðingar
eins og áður var sagt, er nú á milli
tannanna á fólki. Er það vegna nýs
frumvarps sem víkkar út rétt og
tímaramma kvenna í þeim efnum. Það er
vel og mætti víkka rammann enn frekar.
Að neita konu um þungunarrof og neyða
hana til þess að ganga með fóstur sem
hún vill ekki er glæpur og mannréttinda
brot af verstu sort. Hrein forneskja.
Hryllileg er sú saga kvenna í gegnum
aldirnar sem þurftu að ganga með og
eiga börn sem þær gátu ekki eða vildu
ekki eiga. Lá sú ábyrgð ekki hjá þeim
konum heldur siðapostulum og valda
mönnum þess tíma. Langoftast karl
mönnum.
Þurftu þessar konur í skjóli myrkurs
að láta framkvæma ólöglegar fóstur
eyðingar við slæmar aðstæður og lítið
hreinlæti. Ekki lifðu allar af heldur lét
ust vegna blæðinga eða sýkinga. Einnig
gátu þær verið dregnar til ábyrgðar sem
og þær ljósmæður sem yfirleitt fram
kvæmdu þessar aðgerðir. Á Íslandi voru
dulsmál algeng. Konur huldu þá með
gönguna eins og þær gátu og fyrirfóru
barninu strax eftir fæðingu. Oft voru
þetta ungar stúlkur sem bóndinn á bæn
um hafði barnað og jafnvel nauðgað.
Viðurlögin voru dauði.
Erfitt eða ómögulegt er fyrir karlmann
að setja sig í þessi spor. En þó liggur það
í augum upp að þungunarrof er aldrei
auðveld ákvörðun. Sérstaklega ekki
seint á meðgöngunni þegar konan þarf
að ganga í gegnum fæðingu með öllum
þeim líkamlegu og andlegu áskorunum
sem því fylgir. Alltaf liggur góð ástæða
þar að baki.
Andstaðan við réttinn til þungunar
rofs kemur oftast frá sömu átt. Trúuðu,
íhaldssömu og eldra fólki, sérstak
lega karlmönnum. Þeir róttækustu líkja
þungunarrofi við barnsmorð. Skilnings
leysið á aðstæðunum og virðingin fyrir
mannréttindum er engin. Konur sem
eru að ganga í gegnum einhvern erfið
asta tíma lífs síns eru úthrópaðar sem
morðingjar.
Ég vil trúa því að Ísland sé frjálslynt
land þar sem mannréttindi eru virt. Að
mannúð sé höfð í hávegum þegar fólk
er að ganga í gegnum erfiða tíma og að
stæður sem það ræður ekki við. Ekki
samfélag þar sem trúarkreddur og bá
biljur standa í vegi fólks og geri því erfitt
fyrir. n
Réttur til þungunarrofs er nauðsyn
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Vandræðalegt fyrir
Sósíalista
Samkvæmt nýjustu skoðana
könnunum á fylgi stjórnmála
flokkanna er Sósíalistaflokk
urinn ekki að ná neinu flugi.
Hlýtur það að vera áhyggjuefni
fyrir Gunnar Smára og félaga að
flokkurinn mælist aðeins með
um eitt prósent á landsvísu.
Stuðningsmenn Sósíalista
flokksins gætu haldið því fram
að langt sé í kosningar og flokk
urinn hafi aldrei boðið fram
áður til þings. En hafa ber í
huga að flokkurinn er nú þegar
orðinn hreyfiafl í þjóðfélaginu.
Í maí síðastliðnum náði flokk
urinn manni inn í borgarstjórn,
Sönnu Magdalenu sem hefur
verið mjög áberandi. Einnig
dyljast fáum þeir þræðir flokks
ins sem liggja inn í verkalýðs
forystuna.
Sambærilegt dæmi gæti verið
Miðflokkurinn á Akureyri. Fyr
ir sveitarstjórnarkosningarnar
í vor mældist flokkurinn á ein
um tímapunkti með tæplega
níu prósenta fylgi. Þá var ekki
búið að tilkynna neinn lista
og ekki víst að flokkurinn yrði
yfirhöfuð í framboði. Mið
flokkurinn var þá mun nýrri
stjórnmálahreyfing en Sósía
listaflokkurinn er nú.
Gunnar Smári og félagar hljóta
að tala upp flokkinn á lands
vísu því staðan nú er vand
ræðaleg.
Fjölmiðlasjálfhverfa
Fjölmiðlar elska að fjalla
um sjálfa sig. Nýjasta dæmið
er leiðari nýjasta tölublaðs
Læknablaðsins þar sem
geðlæknir talar um upplifun
sína af umfjöllun fjölmiðla um
heilbrigðismál. Athygli vekur
að fjölmiðlar hafa sjaldan fjall
að jafn ítarlega um eina grein
úr Læknablaðinu. Þeir sem lesa
reglulega Læknablaðið klóra
sér margir hverjir í höfðinu yfir
því hvers vegna svo sé, enda sé
grein geðlæknisins alls ekki sú
merkilegasta sem birst hefur á
síðum blaðsins að undanförnu.
Hvað finnst þér um kaup Icelandair á Wow?
„Er sáttur í bili, á meðan
verið er að greiða úr stöðunni“
Gunnlaugur Jónsson
„Væntanlega eru góð
rekstrarleg rök á bak við þetta“
Jóhann Þorvarðarson
„Ég heyrði aðeins af þessu
í morgun en hef ekki myndað mér
skoðun“
Þórunn Elfa Ævarsdóttir
„Ég er ekki hrifin“
Linda Björk Ævarsdóttir
Grænkerar eru frekjur
Á
næstunni stendur til
að sameina félag græn
metisæta og félag
veganista, sem nú vilja láta
kalla sig grænkera. Er áætlað að
meðlimafjöldinn í hinu nýja félagi
verði um 400 manns og komi flest
ir þeirra úr fyrrnefndu samtökun
um.
Engu að síður verða áherslurnar
samhljóða stefnu grænkera. Það
eru frekjurnar. Hvað varð um allar
ærlegu grænmetisæturnar sem
sáu sóma sinn í því að éta egg og
mjólkurvörur? Margar af þeim
höfðu einnig vit á því að borða
fisk. Þetta fólk er flæmt í burtu eða
beygt undir ægivald grænkeranna.
Minnir þetta óneitanlega á yfir
töku BDSM á Samtökunum ’78 þar
sem ærlegir hommar og lesbíur
mátu lúta í gras. Fólkið sem byggði
upp samtökin.
Svarthöfði hefur ekki farið
varhluta af áróðri þessara græn
kera. Alls staðar vaða þeir uppi
með frekju og yfirgang, nú síðast
í miklu havaríi fyrir utan slátur
húsið á Selfossi. Skilst Svarthöfða
einnig að út sé að koma barna
bók þar sem boðskapurinn er inn
rættur. Ætli grænkerar verði ekki
brátt komnir inn í skólana og á
námskrá? Og að allar dýraafurðir
verði teknar úr eldhúsum hins
opin bera?
Íslendingar hafa étið kjöt og
drukkið mjólk frá landnámi. Við
hefðum aldrei komist í gegnum fá
tækt og harða vetur síðasta árþús
unds á því að éta eintóman mosa
og fjallagrös. Grænkerarnir sjálfir
komast ekki einu sinni í gegnum
tæknivæddan nútímann án þess
að úða í sig verksmiðjuframleidd
um bætiefnum. Segir það sitt um
hversu burðug þessi stefna er.
Það er bæði þjóðlegt og heil
næmt að éta lítið lamb. Á tímum
þar sem offramleiðsla er í grein
inni er það einnig þjóðhagsleg
nauðsyn og heldur úti byggð á öllu
landinu. Það sama með sjávar
útveginn. Hvað eiga bátarnir að
veiða? Þang? Þessir grænkerar
verða að sætta sig við þá staðreynd
að Ísland getur aldrei orðið korn
eða ávaxtaframleiðsluríki. Kropp
ar dýra smyrja hér hjól atvinnu
lífsins og þangað til frekjurnar
komu fram á sjónarsviðið voru all
ir pollrólegir yfir því.
Engu að síður heldur áróðurs
stríðið áfram og er því fyrst og
fremst beint að börnum. Vita
grænkerarnir að fullorðnum
og þroskuðum sálum eins og
Svarthöfða verður ekki snúið svo
glatt með dramatískri framsetn
ingu og myndlíkingu. Svarthöfði
veit fyrir víst að Sláturfélag Suður
lands á ekkert skylt við Auschwitz
nema kannski skammstöfunina. n
Svarthöfði „Það er bæði
þjóðlegt og
heilnæmt að éta
lítið lamb
Lömb Þjóðleg og heilnæm til átu.
Drekking Aftökuaðferð fyrir konur sem báru út börn sín.