Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Síða 22
22 9. nóvember 2018FRÉTTIR Í vikunni gerði stjórn Strætó bs. samkomulag við fyrirtækið Far- -vel ehf. varðandi akstursþjón- ustu fatlaðra. Var það framsal á samningi sem Prime Tours átti en það félag var nýlega tekið til gjaldþrotaskipta. Stjórnarformað- ur Far-vel er Hjörleifur Harðar- son sem var forráðamaður Prime Tours fyrir gjaldþrotaskiptin. Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og stjórnarmaður í Strætó, fullyrti fyrir samkomulagið að kennitölu- flakk mætti ekki eiga sér stað. Sagði ákvæði um keðjuábyrgð mikilvæg DV hefur áður fjallað um samning Strætó við Prime Tours. Félagið fékk samning framseldan eftir út- boð árið 2014 en hét þá Ný tækni og var ekki með leyfi til hópflutn- inga. Aðrir verktakar vísuðu mál- inu til kærunefndar útboðsmála og var tvívegis úrskurðað að Strætó hefði skapað sér skaðabótaskyldu og var gert að greiða samtals 1,6 milljónir króna í málskostn- að. Hitt málið var vegna þess að Strætó hafði úthlutað Prime Tours of miklum verkefnum miðað við rammasamning. Erfið fjárhagsstaða Prime Tours var vel þekkt í langan tíma og eftir árangurslaust fjárnám og nauðasamninga var félagið tek- ið til gjaldþrotaskipta í október. Engu að síður hélt Strætó áfram að starfa með þeim. Jafnvel eftir að upp komst að fötluðum var ekið á ótryggðum bílum. Hjálmar Sveinsson er nýlega kominn inn í stjórn Strætó. Eftir að verktakar sendu honum fyrir- spurnir um stöðuna skrifaði hann bréf þar sem stóð að hann teldi ekki koma til greina að fyrirtæki í þessari þjónustu gæti skipt um kennitölu og haldið áfram eins og ekkert væri. Hann þekkti þó ekki lögfræðina í slíkum málum. Jafn- framt fullyrti hann að ákvæði um keðjuábyrgð væru mikilvæg og þeim yrði fylgt eftir. Treystir framkvæmdastjóranum Í samtali við DV segir Hjálmar að eftir að hafa fengið álit frá lög- fræðingum hafi framsal samn- ingsins verið samþykkt. „Samkvæmt þessu áliti var ekki hægt að hafna framsalinu á forsendum viðskiptasögu.“ Þú sagðir áður að kennitölu- flakk kæmi ekki til greina. Hvað var það sem sannfærði þig um að þetta væri rétt ákvörðun? „Ég tók það fram að ég þekkti ekki allar lögfræðilegar hliðar. Eftir að hafa farið yfir þetta álit þá stóð ég með þessari ákvörðun.“ Er þessum aðilum treystandi til þess að sjá um þjónustuna, í ljósi þess að þeir hafa til dæmis keyrt fatlaða á ótryggðum bílum? „Skiptastjóri kom með þessa til- lögu. Ef við tölum um Prime Tours þá skilst mér að þeir hafi fengið mjög góða einkunn hjá tveimur einstaklingum sem ég þekki sem eru að nota þjónustuna. Það er það eina sem ég hef heyrt.“ Nú var slæm staða Prime Tours þekkt í langan tíma og Strætó tvisvar úrskurðað skaðabóta- skylt vegna þess. Hefði ekki átt að bregðast strax við? „Ég er nýkominn þarna inn og þekki ekki forsöguna nema að mjög litlu leyti.“ Verður allt þetta mál kannað í stjórninni? „Alveg örugglega, en ég held að sagan liggi nokkuð ljós fyrir.“ Nýtur Jóhannes Svavar Rúnars- son framkvæmdastjóri enn þá trausts? „Hann nýtur alla vega míns trausts. Ég get ekki talað fyrir hönd annarra.“ n Varahlutaverslun og þjónusta TANGARHÖFÐA 4 110 REYKJAVÍK SÍMI 515 7200 www.osal.is osal@osal.is FAX 515 720 ÓSAL VARAHLUTAVERSLUN LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is KOMIN ÚT! Metsölulisti Eymundsson Allar bækur - 31.okt.-6.nóv. 1. Hjálmar sagði að kennitölu- flakk kæmi ekki til greina í akstursþjónustu fatlaðra n Eigendur Prime Tours halda áfram rekstri í nýju fyrirtæki n Framkvæmdastjóri Strætó nýtur trausts„Ef við tölum um Prime Tours þá skilst mér að þeir hafi fengið mjög góða einkunn hjá tveimur einstaklingum sem ég þekki sem eru að nota þjónustuna. Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Hjálmar Sveinsson Heyrði góð meðmæli með aksturs- þjónustu Prime Tours.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.