Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Blaðsíða 52
52 FÓLK - VIÐTAL 9. nóvember 2018 útsölustaðir REYKJAVIK RAINCOATS - HVERFISGATA 82 Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöðwww.reykjavikraincoats.com Þá urðu þeir mjög veikir. Þá fór ég úr öllu nema nærbrókinni og gekk niður í anddyri þar sem var stór bar og pantaði mér mojito, allur útstunginn og hræðileg- ur. Fína fólkið fraus og allt í einu sá ég að lögreglan var að koma. Ég komst inn á herbergi og byrj- aði að sturta dópinu niður kló- settið þegar lögreglan braust inn og handtók okkur alla. Við biðum í haldi fyrir utan hótelið þangað til maður frá útgerðinni kom. Eftir að hann var búinn að tala við lögreglumennina kom hann til okkar og sagði okkur að koma okkur í burtu. Eftir þetta atvik rankaði ég við mér og fór til Svíþjóðar í meðferð. Ég þurfti að flýja land því að ég var orðinn eftirlýstur í undirheimunum út af þessu klúðri.“ Hvað hefur yfirleitt valdið því að þú fellur? „Aðallega að ég hef misst sjónar á boltanum. Ég þarf alltaf að vera meðvitaður um að halda mér hreinum. Þetta er mjög ein- falt mál í rauninni og aðeins tvær leiðir í boði. Fólk í kringum mig er líka meðvitað um þetta og spyr mig ef ég er farinn að verða eitthvað skrýtinn.“ Þakklæti og auðmýkt Valgarður hefur nýlokið við tveggja vikna myndlistarsýningu í Gallerý Porti ásamt Sigtryggi Berg Sigmarssyni. Gekk hún ljómandi vel og helmingur verk- anna seldist. Valgarður hefur alla tíð teiknað og málað en ekki lært það í skóla. Notar þú þína reynslu í sköp- uninni? „Já, hún hefur mótað mig og hefur áhrif á sköpunina. Ég er samt ekkert einsdæmi. Allt sem manneskjan gerir og hún lend- ir í, kemur aftur til hennar, þetta er hringrás. Á endanum eru það samt við sjálf sem ákveðum hvað við verðum, hvað við gerum og hver útkoman verður. Listin er útrás og flótti. Mjög ungur sá ég dökku hliðina á listaheimin- um. Það var ekkert heillandi við það sem barn að vera fastur í fjögurra daga fylleríi í Flatey þar sem allir voru bæði fullir og í ha- ssvímu,“ segir Valgarður og hlær. „Þegar ég fór í meðferðina ákvað ég að hætta allri sköpun. Hætti að skrifa, hætti að mála. Ég ætl- aði ekki að fara inn í þetta volæði sem fylgdi listinni. Í listaheimin- um sá ég líka ósvífna samkeppni, öfund og bakstungur. Ég sá fólk sem var að búa til list fyrir eig- ið egó. Síðar lærði ég það að láta egóið ekki stjórna þessu. Mað- ur verður að vera auðmjúkur og þakklátur fyrir að fá að iðka þetta og að fólk vilji njóta verkanna.“ Valgarður er á góðum stað í dag og tekur hverjum degi auð- mjúkur. Hann hefur hins vegar áhyggjur af stöðunni varðandi fíkniefnaneyslu ungs fólks, hinn svokallaða læknadópsfaraldur. Í dag þykir það venjulegt að ung- lingar byrji á neyslu morfínlyfja líkt og hann gerði fyrir rúmum þrjátíu árum. Hann segir: „Það skiptir engu máli hvernig persóna maður er. Það eru bara efnin sem stjórna manni. Ég hef gert hluti sem ég mun alla ævina þurfa að skammast mín fyrir og vinna í að gera gott úr. Það besta sem ég get gert er að vera ekki í neyslu og láta gott af mér leiða með því að hjálpa öðrum. Ég segi bara frá hlutunum eins og þeir eru í þeirri von að fólk geti séð og gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Í dag eru mjög margir fíklar að verða til og það er að mínu mati grafalvarlegt mál. Hreinlega upp á líf og dauða. Þegar ég var að byrja í neyslu höfðu flestir fíkniefnasalar þau prinsipp að selja ekki ungling- um. Núna er það prinsipp löngu farið.“ „Fólk leitar oft til mín. Þá ýmist fíklar, foreldrar þeirra eða fórnarlömb ofbeldis. Ég reyni að gera mitt besta til að hjálpa hverjum þeim sem leitar til mín. Það er mín leið til að borga til baka fyrir þann skaða sem ég olli sjálfum mér og umhverfinu. Þak- klæti fyrir allt gott og slæmt.“ n „ Þá fór ég úr öllu nema nærbrókinni og gekk niður í and- dyri þar sem var stór bar og pant- aði mér mojito, all- ur útstunginn og hræðilegur. Misnotaður af presti „Georg vissi alveg hvað hann var að gera og hafði sennilega gert þetta oft áður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.