Dagblaðið Vísir - DV - 09.11.2018, Side 57
TÍMAVÉLIN 579. nóvember 2018
messur í útvarpi.
Bestu þakkir og „keep up the good
work.“
Fyrir hönd Vantrúar,
Eddi.
Ps. Mig langar svo að þakka þér
persónulega. Yngri bróðir minn sem
því miður trúir á Guð og allt þetta
dót býr í hverfinu hjá þér.
Hann er hættur að fara í messu,
þökk sér þér. Kallar þig æðsta prest
haturs og hefndar og vill ekki taka
við sakramenti úr slíkri hendi.“
Ljóst var að bréfið kom ekki frá
Vantrú heldur einhverjum sem
þekkti vel til innviða Þjóðkirkjunnar.
Þann 21. júní sóru Vantrúarmenn
sig af því að eiga hlut að máli.
Tengir við biskupsmálið
Ekki er vitað um meiri tölvupóst til
presta frá Eðvaldi Eðvaldssyni og af
þessum var pósturinn til séra Krist-
ínar alvarlegastur og rætnastur. Hún
brást einnig við honum. Í samtali við
DV segir Kristín:
„Strax og ég fékk bréfið sendi ég
það á póstlistann til að aðrir prestar
sæju það. Ég vildi hafa allt opið í
sambandi við þetta. Þá fékk ég sterk
viðbrögð frá mínum kollegum og
mörgum var misboðið við að lesa
bréfið.“
Hvernig fékk þetta á þig?
„Þetta var svolítið áfall. Ég dró þá
ályktun að þetta væri einhver sem
hefði aðgang að lokuðum póstlista
sem starfandi prestar í Þjóðkirkjunni
á þeim tíma hefðu sín á milli. Bréfið
var sent mjög stuttu eftir að ég hafði
sett efni inn á þann póstlista og það
var greinilegt að þessi aðili var inni í
þeim málum sem var verið að ræða
þar. Það fékk á mig að vita að þetta
væri kollegi eða einhver sem tengd-
ist kollega. Þetta var mjög rætið bréf
og virtist skrifað af einhverjum sem
þekkti til mín og samstarfsfólks
míns.“
Hvaða tilgangi heldur þú að þetta
hafi þjónað?
„Kannski að slá á einhverja putta
í tengslum við biskupsmálið. Ég
hafði tekið afstöðu og staðið með
þeim konum sem sögðu frá áreiti af
hálfu Ólafs Skúlasonar.“
Kristín, líkt og Sigríður og Örn
Bárður, tilheyrði á þessum tíma
„órólegu deildinni“ innan presta-
stéttarinnar og hafði gagnrýnt Karl
Sigurbjörnsson fyrir viðbrögð hans.
„Ég tengdi við þetta mál og velti
því fyrir mér hvort sendandinn
væri einhver sem taldi að sér vegið.
Mögulega einhver tengdur fyrrver-
andi biskupi.“
Á sínum tíma greindi DV frá því
að Kristín hefði leitað til lögreglunn-
ar vegna póstsins, sem hún hafði
upplifað sem mikið ofbeldi. Kristín
segir nú að ekkert hafi hins vegar
komið út úr því.
„Ég hafði samband við lög-
regluna en eftir nokkur samtöl var
mér sagt að bréfið væri ekki nógu
alvarlegt til að þeir gætu krafist upp-
lýsinga frá Google, að hótanirnar
gengju ekki nógu langt. Þetta fannst
mér súrt af því að mér fannst langt
gengið.“
Örn og Magnús hittast
„Eðvaldsmálið“ var mikið rætt á
meðal presta og var það tekið fyrir
hjá prófasti og vinnuhópi. Örn Bárð-
ur skrifaði bréf þar sem honum hafði
brugðið við að sjá nafn Magnús-
ar Eðvalds Kristjánssonar á lista yfir
kirkjuþingsmenn. Magnús er nú-
verandi forseti kirkjuþings og þáver-
andi varaforseti. Faðir hans er Krist-
ján Eðvald Halldórsson. „Þarna var
þá kominn Eðvald Eðvaldsson sjálf-
ur að því er ætla mætti,“ skrifaði Örn
Bárður.
Magnús hafði samband við Örn
Bárð og sagðist þurfa að tala við
hann „og horfa í augu“ hans. Hitt-
ust þeir fyrir utan Suðurlandsbraut
20 og ræddu málin á fundi, og sam-
kvæmt heimildum DV var mönnum
heitt í hamsi. Hafnaði Magnús þá al-
farið að hafa skrifað tölvupóstinn og
sagðist Örn Bárður verða að trúa því.
Það segir einnig ónefndur pró-
fastur sem var einn af þeim sem
rannsökuðu málið í samtali við DV
og spurði Magnús út í tölvupóstinn:
„Við héldum fund með þeim
sem okkur þótti líklegir. Við feng-
um engan til að játa það að hafa sent
þessi bréf. Niðurstaðan var einfald-
lega sú að einhver hefði notað þetta
netfang án þess að eigandi þess
hefði verið á nokkurn hátt viðriðinn
þetta mál. Það var í sjálfu sér ekk-
ert leyndarmál að Magnús ætti net-
fangið, það benti allt til þess. En okk-
ur fannst það ólíklegt að hann hefði
komið nálægt þessu sjálfur. Maður
veit ekki hvað gerist og hvernig vin-
skapur er á milli manna. Það kom
aldrei nein niðurstaða í þetta mál.“
Í samtali við DV segist Magnús
kannast við málið af því að það hafi
hlotið umræðu á sínum tíma.
Kannast þú við fund sem var
haldinn út af þessu máli, þar sem þú
varst spurður út í það mál?
„Nei, ég man ekki eftir því. Ég var
spurður um þetta vegna þess að ég
er Eðvaldsson, en ég man ekki eftir
neinum fundi.“
Magnús viðurkennir að prestur
hefði borið þetta upp á hann.
„Hann var eini maðurinn sem
hafði raunverulega, sem ég vissi,
ætlað mér að standa í bréfaskrift-
um.“
Átt þú þetta netfang?
„Nei, ég hef aldrei viðurkennt það
því að ég hef aldrei átt þetta netfang.
Það var aldrei gengið frá því, ég hefði
aldrei verið kosinn forseti kirkju-
þings árið 2012 ef að ég hefði verið í
þeirri stöðu.“
Biskup skipar fólki að hætta
sakbendingum
Öðru nafni sem velt var upp var nafn
séra Skúla S. Ólafssonar í Keflavíkur-
kirkju, sonar Ólafs Skúlasonar, fyrr-
verandi biskups, og eiginmanns
Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lög-
reglustjóra. Hafði hann haldið uppi
vörnum opinberlega fyrir föður sinn
og meðal annars komið fram í kast-
ljósi og sagt minningar systur sinn-
ar um kynferðisofbeldi vera falskar.
Var hann beðinn að taka ekki sæti á
kirkjuþingi fyrir Kjalarnesprófasts-
dæmi þar sem mál Ólafs var rætt.
Kristín tók sæti hans á þinginu í
staðinn.
Svaraði hann sendingu Kristínar
á prestalistanum með þeim orðum
að sendingin frá Eðvaldi væri döpur
en nafnleysið í samskiptunum væri
„blessunarlega alger undantekning.“
Væri þetta því einstakt tilvik og frekar
ætti að einbeita sér að einhverju sem
efldi kirkjuna.
Netfangið edvaldedvaldsson@
gmail.com fannst á Facebook-aug-
lýsingu hjá samtökum sem kallast
Virkjun mannauðs á Reykjanesi,
sem Skúli hefur starfað með og
haldið fyrirlestur fyrir.
Skúli staðfestir í samtali við DV að
hann hafi verið spurður hvort hann
hefði haft aðkomu að tölvuskeytun-
um undir nafni Eðvalds Eðvaldsson-
ar en hafnar því alveg.
„Þetta var mjög óhuggulegt því
að í einhverjum bréfunum voru hót-
anir,“ segir Skúli. „Ég sór af mér alla
sök í þessu máli enda kom ég ekkert
nálægt þessu.“
Þann 21. júní sendi svo Karl Sig-
urbjörnsson skilaboð til presta í
gegnum prestalistann þar sem hann
bað um að sakbendingum yrði hætt.
Þar segir:
„Í Guðs bænum hættið þess-
um sakbendingum hér á listanum.
Gætið þess að það er verið að bendla
fólk, sem ekki getur svarað fyrir sig,
við þetta sorglega mál. Þetta er kom-
ið út yfir öll velsæmismörk.“
Var Örn Bárður mjög ósáttur við
að málið yrði þaggað niður og sagði:
„Nú biður biskup okkur um að hætta
þessum leik. Slíkt er varla hægt. Við
verðum að svæla út þá refi tvo sem
hér eru sekir.“ Taldi Örn Bárður að
gerendurnir væru tveir, annar sem
skrifaði og hinn sem læki upplýsing-
um af prestalistanum.
„Og það er skýlaus skylda
biskups embættisins að upplýsa
málið eða gangast fyrir því að það
verði upplýst. Á meðan það ger-
ist ekki liggur öll prestastéttin und-
ir grun.“
Málið var einnig tekið fyrir á
fundi Prestafélagsins sem haldinn
var á Akureyri en samkvæmt heim-
ildum DV komu skipanir þar um að
málið yrði ekki rætt frekar.
Biskup kjörinn
Eðvaldsmálið hefur verið sett í sam-
hengi við biskupskjör enda eru bisk-
upsskipti beinlínis rædd í tölvupóst-
inum frá hinum nafnlausa aðila.
Tveir af þeim þremur prestum sem
fengu sendingarnar, voru orðaðir við
biskupsembættið þegar ljóst var að
Karl væri að láta af störfum.
Um veturinn var boðað til bisk-
upskjörs og fór það fram vorið
2012. Sigríður og Örn Bárður buðu
sig fram ásamt sex öðrum. Hvor-
ugt þeirra komst í aðra umferð en
þar sigraði séra Agnes Sigurðardótt-
ir séra Sigurð Árna Þórðarson þann
25. apríl.
Enginn af prestunum þremur
er búsettur á Íslandi í dag. Sigríð-
ur og Örn Bárður fluttust til Noregs
og Skúli tók við brauðinu í Neskirkju
af honum. Kristín er búsett í Genf í
Sviss. n
Við gömlu höfnina
EILÍF HAMINGJA
GRILLAÐ ÞORSKSPJÓT,
HUMARSÚPA & BRAUÐ
HÁDEGIS TILBOÐ
VIRKA DAGA
2.850
„Mun tjá mig
síðar beint
við þig. Sennilega
þegar uppgjör
hentar þér ekki
og ég finn hjá mér
þörf til að viðra
mig
Skúli S. Ólafsson
Neitaði einnig að hafa skrifað bréfin.
Magnús E. Kristjánsson
Mætti Erni Bárði á Suðurlandsbraut.
Kristín Þórunn
Fékk svæsinn tölvupóst og kærði til
lögreglu.
Örn Bárður Jónsson
Skrifaði pistil í Fréttablaðið sem vakti reiði
„Eðvalds“.
Agnes M. Sigurðardóttir
Var kjörin biskup vorið 2012.