Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 12
12 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018
ad-
fes
HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA
Faxafen 12 / 108 Reykjavík / Sími 534 2727 / alparnir.is
Rab, Salomon, Don cano -fullkomin þrenna
X ULTRA MID
Verð 26.995 kr.
Dúnúlpur og microlight jakkar frá Rab.
Ný kynslóð.
Don cano vörurnar komnar aftur.
Einstök hönnun og framleiðsla.
SPEEDCROSS 4
Verð 19.995 kr.
(c-ptsd) […] Hann sagði að hon-
um þætti þetta mál mjög furðu-
legt. Starfsmenn væru ekki sett-
ir á lausnarlaun nema að þeir
væru dauðvona eða væru að fara
á örorku. Þeir starfsmenn sem
færu á lausnarlaun væru merkt-
ir óstarfhæfir í kerfum hjá ríkinu
og ég myndi aldrei aftur fá starf
sem ríkisstarfsmaður. […] Hon-
um fannst mjög óeðlileg krafa að
ég kæmi í 100% starf eftir svona
langa fjarvist og sagði að eðlileg-
ast væri að leyfa mér að koma í
hlutastarf.“
Katrín segir: „Hann sagðist
ætla að leggja tvennt til við Pétur.
Að annaðhvort fengi ég að koma
inn í hlutastarf eins og eðlilegt
væri eða að gerður yrði við mig
almennilegur starfslokasamn-
ingur. Hann spurði mig tvisvar
sinnum hvort að Pétur þekkti þau
smáatriði sem ég sagði honum og
ég játti því.“
Katrín segir að læknirinn hafi
rætt við Pétur sem hafi áttað sig á
að hann hefði gert mistök. Bæt-
ir Katrín við að í kjölfarið hefði
Pétur boðið henni starfsloka-
samning og meðmælabréf frá
stofnuninni. „Ég var nálægt því
að ganga að þessu tilboði. En ég
er fegin að ég gerði það ekki því
að ég hefði aldrei orðið sátt við
sjálfa mig. Mér var nauðgað af
samstarfsmanni mínum og taldi
að ég fengi stuðning yfirmanna
stofnunarinnar. Þess í stað fann
ég kyrfilega fyrir því að það var
talið að ég væri með vesen og að
ég væri að svíkjast um.“
Eins og bent hefur verið á
hafa mörg mistök verið gerð á
þeim tíma frá því að Katrín til-
kynnti meint ofbeldi til yfir-
manna. Fjársýslunni hefur verið
bent á af lækni og síðan af Kjara-
og mannauðssýslu hver væru
hin réttu mannúðlegu skref, fyrir
utan að andmælaréttur hennar er
ekki tekinn til greina. Við vinnslu
þessarar greinar hefur enginn
heimildarmanna DV dregið frá-
sögn Katrínar í efa, henni hef-
ur verið hampað fyrir hina ýmsu
mannkosti. Eina manneskjan
sem hefur reynt að kasta rýrð á
hana er maðurinn sem Katrín
tilkynnti og sagði að hefði beitt
hana ofbeldi. Hann vildi ekki tjá
sig við DV og neitar öllum ásök-
unum.
Enn er mögulegt að grípa inn
í. Það getur Pétur sjálfur gert sem
og ráðuneytið sé vilji til þess.
Katrín hefur þurft að leggja út
mikla fjármuni vegna veikinda
sinna. Sálfræðihjálp hefur hún
ekki fengið. Þegar Katrín hitti
blaðamenn í fyrsta sinn var hún
spurð hvort hún treysti sér til
að segja sögu sína undir nafni
og mynd. „Ég vil ekki vera ein-
hver nafnlaus kona út í bæ. Þá
missir umfjöllunin marks,“ svar-
aði Katrín. Leið Katrínar til baka
hefur verið þyrnum stráð. En hún
er nú komin á þann stað að hún
treystir sér að segja okkur sögu
sína í forsíðuviðtali DV.
Hennar markmið er einfalt.
Hún segir sögu sína til að draga
úr líkum á því að aðrar konur
lendi í svipaðri aðstöðu. Að kerf-
ið styðji við bakið á þolendum og
dragi lærdóm af þeim mistökum
sem hafa verið gerð. Nú er kerfið í
hlutverki ofbeldismannsins.
„Ég er enn í lausu lofti. Yfir-
menn mínir, sem að mínu mati
hafa beitt mig andlegu ofbeldi
undanfarna 18 mánuði, stjórna
samningum og vilja knýja mig
til þess að undirrita samning um
starfslok sem mér finnst óásætt-
anlegur. Það hefur verið illa staðið
að mínum málum og ég vona að
saga mín verði til þess að alvarleg
mál sem þessi verði meðhöndluð
af fagmennsku og hlýju. Ég vil að
hlutirnir séu breyttir þegar 13 ára
dóttir mín fer út á vinnumarkað-
inn,“ segir Katrín. n
DV óskaði eftir viðbrögðum frá Fjársýslu ríkisins vegna
málsins. DV sendi Pétri Ó Einarssyni 13 spurningar. Var
Pétur spurður hvort rétt hefði verið tekið á málinu og hvort
hægt hefði verið að gera betur. Af hverju ekki væri tekið
mark á trúnaðarlækni og af hverju ekki væri farið eftir
ráðleggingum frá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Svar
Péturs var eftirfarandi:
„Fjársýsla ríkisins getur ekki lögum samkvæmt fjallað um
málefni einstakra starfsmanna sinna, en vill koma eftirfar-
andi á framfæri vegna fyrirspurnar blaðamanns DV. Stofn-
unin starfar eftir þeim lögum, reglum og stefnu sem sett er. Í
stefnu Fjársýslunnar segir meðal annars að starfsmenn sýni
samstarfsfólki sínu kurteisi og virðingu í samskiptum þar
sem einelti og kynferðisleg áreitni er undir engum kringum-
stæðum umborin á vinnustöðum stofnunarinnar. Stefnu
Fjársýslunnar varðandi einelti og kynferðislegt ofbeldi má sjá
á heimasíðu hennar.
Fjársýslan hefur ætíð reynt að bregðast við og styðja starfs-
fólk sitt vegna áfalla sem þeir [sic] verða fyrir utan vinnustað
og hafa bein áhrif á starfsmanninn. Fjársýslan virðir og fer
eftir sem áður fram með góðu fordæmi þegar kemur að
kjarasamningum starfsmanna ríkisins.“
Fárveik í langan tíma „Ég var
í raun viss um að hann hefði eyðilagt
eitthvað.“