Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 10
10 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 „Hún bauð mér í heimsókn og fékk áfall þar sem ég starði út í loftið, gjörsamlega búin, uppgef- in á sál og líkama. Í kjölfarið fór ég að reyna að leita mér lækn- inga,“ segir Katrín. Að hennar sögn upplifði hún það sterkt að hún hefði ekki stuðn- ing yfirmanna Fjársýslunnar í bar- áttu sinni. „Það var látið greinilega í ljós með ýmsum athugasemd- um. Á árshátíð í Stykkishólmi gekk ég skyndilega frá samræðum til þess að fara að veipa og þá spurði fjársýslustjóri mig hvort mig vant- aði athygli núna. Þá bauð móðir mín mér og börnunum í afslöpp- unarferð til Kanaríeyja um jólin þegar ég var í veikindaleyfi. Þá var skráð á mig orlof og gefið í skyn að ég gæti allt eins mætt til vinnu eins og fara í frí. Það var þó leiðrétt eft- ir að ég gerði athugasemd við það. Ég get nefnt mörg önnur dæmi,“ segir Katrín. Neitað um aðstoð við sálfræðikostnað Í byrjun janúar 2018 hóf Katrín aftur störf hjá Fjársýslunni en þá aðeins í hálfu starfi. Verkefn- in höfðu hrannast upp og hún upplifði mikinn þrýsting um meira vinnuframlag en ákveðið hafði verið þegar hún sneri aft- ur. Skömmu síðar byrjuðu líkam- legu einkennin að láta á sér kræla að nýju og í lok janúar neyddist Katrín til að fara aftur í veik- indaleyfi. Næstu mánuði var Katrín í afar slæmu andlegu ástandi. „Ég var mjög langt niðri en reyndi mitt ýtrasta til þess að ná bata,“ segir hún. Í febrúarlok fékk hún skila- boð þess efnis frá Pétri starfs- mannastjóra að hún ætti lítið eftir af veikindarétti sínum. „Ég óskaði eftir því að fá 13 vikur aukalega vegna starfstengds sjúkdóms en því var hafnað. Því var sömuleið- is hafnað að aðstoða mig varðandi kostnað við sálfræðiþjónustu,“ segir Katrín sem fundaði með stéttarfélagi sínu vegna málsins. Alls var Katrín í launalausu veikindaleyfi í 225 daga. Um sum- arið fór hún með vinkonu sinni til Balí og var sú ferð hugsuð til að styrkja hana andlega og ná heilsu á ný. „Skömmu áður höfðu mér borist skilaboð frá Pétri starfs- mannastjóra um að ég hefði frest til 1. september til að snúa aftur til vinnu og að það væri ófrávíkj- anlegt skilyrði að það yrði 100% starfshlutfall,“ segir Katrín. Í dagbók Katrínar frá lok janúar 2018 segir: „Líkamleg einkennin komin á fullt aftur, hiti, þrýstingur í höfði, svefnleysi. Ég fór aftur í veik- indaleyfi.“ Í dagbók Katrínar um miðjan mars 2018 segir: „Verkefnastjórinn minn bað mig að koma við og setja fjarvistartil- kynningu á tölvupóstinn minn og ég sagði honum að ég myndi koma við þegar að flestir væru farnir. Þegar að ég ætla svo að fara inn í FJS þá var búið að aftengja að- gangskortið mitt. Verkefnastjórinn minn varð miður sín.“ Martröð í Paradís Balíferð Katrínar, sem átti að vera eins konar upphaf að betri heilsu hennar, breyttist þó í martröð. Vinkonurnar voru staddar nærri Lombok-eyju þegar afar öflug- ur jarðskjálfti, 7 á Richterkvarða, gekk yfir. Þak hótelsins sem þær dvöldu á hrundi niður og allt var á tjá og tundri. „Þetta var algjör hryllingur. Eyðileggingin var al- gjör og við sáum lík fólks borin fram hjá okkur,“ segir Katrín. Þegar heim var komið óskaði hún eftir því að fá að hefja störf aftur 1. október enda hefði áfall- ið ytra haft slæm áhrif á heilsu hennar. Það kom ekki til greina af hálfu Fjársýslunnar og það þrátt fyrir að trúnaðarlæknir stofn- unarinnar hefði metið Katrínu með fjölþætta áfallastreitu og að hún væri engan veginn hæf til þess að vinna 100% vinnu. „Í kjöl- farið hringdi starfsmannastjór- inn í mig og bað mig afsökunar á því hvernig hann hefði með- höndlað mín mál.“ Í dagbók Katrínar frá 5. sept- ember 2018 segir: „Hitti Teit trúnaðarlækni sem sagði að ég væri klárlega ekki starfshæf. Ég væri augljóslega með fjölþætta áfallastreitu „Ég fann kyrfilega fyrir því að það var álitið eins og ég væri með ves- en og að ég væri að svíkjast um Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.