Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 34
Lýstu upp myrkrið 19. október 2018KYNNINGARBLAÐ
Fagmannaverslun Húsasmiðjunnar
timbursala (Bree lighting)
ÍSKRAFT:
Að vinna í réttu ljósi
Ískraft er allsherjar rafmagns-heildsala og veitir allt milli himins og jarðar sem snertir rafmagn:
rafveitubúnað, innlagnarefni,
lagnaleiðir, kapla, ljósleiðara og svo
framvegis. Undir þetta heyrir að
sjálfsögðu lýsingarbúnaður af öllu
tagi.
Ískraft er í eigu Húsasmiðjunnar
og í verslunum hennar er Philips-
-ljósabúnaður fyrir heimili, sem og
almennur raflagnabúnaður. En í
verslunum Ískraft, sem eru fjórar
talsins á landinu, er höfuðáhersla á
sölu, þjónustu og ráðgjöf við fyrir-
tæki, stór og smá, sem og opinbera
aðila.
„Við erum með hágæðavörur
í sérpöntunum, til dæmis útiljós,
sundlaugaljós, iðnaðarlýsingu, lýs-
ingu í söfn, götulýsingu og lýsingu
í jarðgöngum svo fátt sé nefnt,“
segir Haukur Tómasson, vörustjóri
lýsingarbúnaðar hjá Ískraft.
Rétt lýsing er mikilvæg – LED-
-byltingin þarf að komast í reglu-
gerðir
Ískraft hefur selt sundlaugaljós
í flestar sundlaugar landsins og
er með rammasamninga við flest
sveitarfélög varðandi lýsingu í
stofnunum, útilýsingu og götulýs-
ingu. Nánast allur lýsingarbún-
aður sem Ískraft selur er knúinn
LED-ljósgjafa og LED er að valda
byltingu í lýsingu, annars vegar
vegna þess hvað ljósgjafinn endist
miklu lengur og hins vegar vegna
þess að lýsingin verður miklu mark-
vissari.
Ískraft er meðal annars fram-
arlega í iðnaðarlýsingu og sér um
að lýsa stór vinnusvæði, útisvæði
á vinnustöðum, vöruskemmur og
fleira. „Við mælum með því að not-
ast sé við lýsingarhönnun frá lýs-
ingarhönnuðum en ef það er ekki
gert þá getum við gefið góð ráð,“
segir Haukur en Ískraft vinnur mjög
oft eftir fullbúinni lýsingarhönnun.
Haukur segir að rétt lýsing sér afar
mikilvæg en stundum sé mikilvægi
hennar vanmetið.
Haukur bendir líka á að LED-
-lýsing sé flóknari og auka þurfi
fræðslu um hana. Enn fremur sé
mikilvægt að betur sé gerð grein
fyrir lýsingu í reglugerðum.
„Á næstu fimm til sex árum verð-
ur skipt um lýsingu í flestum götu-
staurum á landinu. LED kemur með
byltingu í götulýsingu þar sem nú
er ekki bara keyptur götulampi með
ákveðnum styrkleika heldur er LED
útbúið linsutækni sem tekur mið af
þáttum á borð við umferðarhraða,
breidd götu og hæð ljósastaursins
– lýsingin verður þannig mun
stefnuvirkari.“
Ískraft ætlar sér stóra hluti í
endurnýjun götulýsingar á landinu
enda er fyrirtækið afar vel í stakk
búið til að takast á við það mikil-
væga verkefni.
Ískraft er með verslun að
Smiðjuvegi 5 í Kópavogi, Hjalt-
eyrargötu 4 á Akureyri, Iðavöllum
12 í Reykjanesbæ og Eyrarvegi 42
á Selfossi. Nánari upplýsingar um
starfsemina og vöruúrvalið eru á
vefsíðunni iskraft.is.