Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 46
46 FÓLK - VIÐTAL 19. október 2018 Hafsteinn fylgir ekki hjörðinni n Með súran húmor og súrrealisma í öndvegi n Aukin símanotkun fólks kveikti neistann H öfundurinn og myndlistar- maðurinn Hafsteinn Haf- steinsson hefur verið virk- ur teiknari frá barnsaldri. Þegar hann flutti til Íslands sem barn átti hann erfitt með að læra íslensku og fór í staðinn að teikna allt sem hann bað um. Þetta hefur ekki stoppað síðan, því seinna tók við myndlistarnám við Willem de Kooning Academy í Rotterdam og hans fyrsta bókaútgáfa árið 2017. Nýverið gaf Hafsteinn út barna- bókina „En við erum vinir“, sem er sjálfstætt framhald sögunnar „Enginn sá hundinn“. Báðar bæk- ur skrifar hann og myndskreytir en Hafsteinn hefur haft þann vana að sækja innblástur í það sem er að gerast í samfélaginu. Nýjustu bókina segir Hafsteinn fjalla um hræðsluáróður sem hugsaður er til að tvístra fólki í hópa. „Bestu barnabækurnar í mínum huga eru þær sem geta skemmt foreldrum og börnum og gefið þeim eitthvað til þess að tala um þegar lesturinn er búinn,“ segir Hafsteinn. „Fyrir mér eru skila- boð þessarar bókar þau að hlusta ekki á hjörðina né fylgja henni og vera sannur vinur í staðinn. Ég hef alltaf trúað því að höfundar barna- bóka eigi að segja eitthvað sem er mikilvægt fyrir börn að læra. Það þarf ekki alltaf að vera samfélags- rýni, það má vera hvaða lexía sem er. Ég held að fáir hafi náð að flytja skilaboð jafnvel í barnabókum og Dr. Seuss.“ Hafsteinn segir kveikjuna að barnabókum hans hafa komið þegar símanotkun ungs fólks fór að aukast. Fólk eigi það til að missa af lífinu í kringum sig og þótti lista- manninum það skondin tilhugsun að kanna hverju dýrin velta fyrir sér þegar fólk er á kafi í litlum, skínandi skjáum. „Oft þegar ég er í tölvunni þá kemur kisan mín og reynir að fá mig til að klappa sér. Eðlilega,“ segir Hafsteinn. „Frá sjónarhorni þessara dýra heldur þú á glóandi, flötu járnstykki og starir inn í ljósið eins og eitthvað úr hryllingsmynd. Dýrin skilja ekkert hvað þú ert að stara á og mér þótti það ágætis grunnur að hugmynd.“ Austan- og vestanhafsáhrifin Þegar Hafsteinn var yngri hreifst hann mikið af japönskum stíl og hefur sótt grimmt í áhrif frá Ghost in the Shell og Akira, svo dæmi séu nefnd. Þá gjörbreyttist sköp- unarferlið á háskólaárunum þegar hann var farinn að sækja í hinn enda hnattarins og kynna sér vest- rænni teiknistíl. Hafsteinn telur sig hafa náð að sjóða saman þessi áhrif og finna fullkominn milliveg fyrir eigin verk. Tónlist leikur einnig lykilhlut- verk og vill hann meina að það sé nauðsynlegt tól til að leyfa sögu að flæða betur í kollinum. „Ég nota til dæmis oft tónlistarformúlur í barnasögunum, þar sem er tekið tillit til viðlags, uppbyggingar og þess háttar,“ segir Hafsteinn. Spurður hvaða verk hafi haft ríkjandi áhrif á hann á æskuárum segir Hafsteinn þann lista vera langan en hann hallist oft að súr- um húmor og ekki síður hryll- ingssögum. „Ég hef alla tíð verið hrifinn af súrrealisma og gríni og langar alltaf að segja meira með sögu heldur en lesandinn les í fyrstu,“ segir Hafsteinn og telur upp Evil Dead og verk spíritist- ans Alejandros Jodorowsky sem stóran áhrifavald. Framundan hjá Hafsteini eru stuttar hrollvekju- sögur í myndasöguformi. „Ég hef nóg af hugmyndum sem mig langar að vaða í, svo ég held að ég muni ekki stoppa á næstunni.“ Hugboðið sem breytti öllu Hafsteinn er búsettur í Neskaup- stað og segist betur kunna við sig þar en í höfuðborginni. „Það halda margir að listafólk þurfi að búsetja sig í Reykjavík, en það er töluvert ódýrara að búa úti á landi og þú færð meiri tíma fyrir listina. Það eru margir listamenn sem hafa ákveðið að búa úti á landi vegna þess.“ Á milli listastunda er Hafsteinn hluti af hótel- og veitingarekstri í Neskaupstað ásamt manninum sínum, Hákoni Hildibrand. Þar sinna þeir menningartengdri starfsemi og aðstoða við að reka fé í nágrenninu. Þeir Hafsteinn og Hákon eru sælir og sannkall- að athafnapar og vill listamaður- inn meina að ólíkir persónuleik- ar þeirra styrki þá. Hafsteinn bætir við að Hákon hafi kennt honum ýmislegt og öfugt, en það sem sameinar þá er sameiginleg- ur húmor og löngun til að skapa. Hákon er einnig undir dragnafn- inu Amma andskotans og hefur verið hressandi plötusnúður og skemmtikraftur um margra ára bil. „Ég gæti ekki ímyndað mér líf án hans,“ segir hann. Þeir Hákon hafa verið saman í tæp átta ár og segir Hafsteinn að fyrstu kynni þeirra hafi verið örlagarík og skrautleg. „Við kynntumst auðvitað á „Gay bar“ í Reykjavík, líkurnar á því að við myndum hittast voru mjög litlar. Ég var í fríi frá skólan- um á Íslandi og var dreginn á bar- inn af vini mínum. Og Hákon var í fríi í Neskaupstað og fékk hug- boð um morguninn um að fara til Reykjavíkur með næsta flugi. Þá hittumst við um kvöldið, fyrir einskæra tilviljun, á dansgólfinu og við höfum ekki hætt að dansa saman síðan.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is „Það halda margir að listafólk þurfi að búsetja sig í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.