Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 24
24 19. október 2018FRÉTTIR B raggamálið, eða Bragga­ blúsinn svokallaði, fer nú hátt í fjölmiðlum. Málið er flókið og því getur verið erfitt fyrir marga að skilja um hvað málið snýst. Af því tilefni ætlar ritstjórn DV að svara helstu spurningunum um málið hér. Hvað er bragginn, hvar er hann og hvað átti hann að kosta? Bragginn er í Nauthólsvík. Hann var byggður í síðari heims­ styrjöld, hann var hluti af hót­ eli. Hótelið brann. Fyrir nokkrum árum ákvað Reykjavíkurborg að gera hann upp ásamt tveimur öðrum byggingum; fyrirlestrasal og skála. Í bragganum sjálfum er veitingastaður. Háskólinn í Reykja­ vík mun leigja braggann af Reykja­ víkurborg. Samkvæmt kostnað­ armati sem verkfræðistofan Efla vann árið 2015 átti verkefnið að kosta borgar búa 158 milljónir. Hvað kostar bragginn? Bragginn, fyrirlestrasalurinn og skálinn hafa kostað borgarbúa meira en 400 milljónir. Myndir innan úr fyrirlestrasalnum, sem kallaður er náðhúsið, benda til þess að sú bygging sé ekki tilbúin. Í dag vitum við ekki hvað bragginn mun koma til með að kosta. For­ seti borgarstjórnar gaf það út 11. október að borgarbúar muni ekki greiða krónu í viðbót í braggann. Hvers vegna er borgin að borga bragga fyrir Háskólann í Reykja- vík? Fram kom í fréttatilkynningu haustið 2015 að bragginn væri hluti af metnaðarfullri áætlun Háskólans í Reykjavík um að byggja upp nýsköpunargarð að er­ lendri fyrirmynd. Vinna átti verk­ ið í samráði við stúdenta HR og hafa þar félagsaðstöðu, veitinga­ sölu stúdenta og aðstöðu fyrir sprotafyrirtæki. Dagur B. Eggerts­ son borgarstjóri sagði við undir­ ritun samninganna á sínum tíma: „Ástæðan fyr ir því að borg in vill leggja þessu lið er að við vilj um að borg in sé spenn andi staður, þar sem verða til nýj ar hug mynd ir og ný fyr ir tæki og þetta verk efni pass­ ar mjög vel inn í þá mynd.“ Hvaða reikninga er DV að birta? DV hefur undir höndum alla reikninga sem Reykjavíkurborg hefur greitt vegna braggaverkefn­ isins. Þar má sjá með berum aug­ um hvernig verkefnið fór úr því að kosta 158 milljónir í yfir 400 millj­ ónir. Blaðamenn eru að fara yfir þá alla og eru að birta fréttir sem snerta þá. Hver er Margrét Leifsdóttir? Margrét Leifsdóttir er verk­ efnastjóri yfir verkefninu, hún starfar hjá arkitektastofunni Arki­ búllunni en starfaði áður hjá Reykjavíkurborg. Margrét kvitt­ aði upp á reikningana fyrir hönd Reykjavíkurborgar og er því nafn hennar á flestum reikningunum sem Reykjavíkurborg greiddi verk­ tökum fyrir vinnu við verkefnið. Hún er ekki aðalhönnuður verks­ ins, hún sinnti eftirliti fyrir hönd borgarinnar og sat vikulega fundi með fulltrúum borgarinnar þar sem kostnaðurinn lá fyrir hverju sinni. Hver ber ábyrgð á framúrkeyrslunni? Það er erfitt að fullyrða um ábyrgð einstaklinga á þessum tímapunkti, en ekki liggur fyrir hverjir vissu að kostnaðurinn væri að fara fram úr áætlun og hvenær. Samkvæmt niðurstöðum könnun­ ar sem Zenter gerði fyrir Frétta­ blaðið í vikunni telur þriðjungur svarenda að ábyrgðin sé Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Rúm­ lega fjórð ungur telur ábyrgð ina vera meiri hluta borg ar stjórnar og álíka margir telja að emb ætt is­ menn ættu að axla ábyrgð. Um níu pró sent telja að hönn uðir og arki­ tektar beri ábyrgð ina á fram úr­ keyrsl unni og rúm fimm pró sent telja hana ann arra. n D V.is hefur fjallað ítarlega um Braggablúsinn svokall­ aða. Í síðustu viku var fjall­ að um stráin sem pöntuð voru frá Danmörku og kostuðu alls meira en milljón. Alla þessa viku hefur DV birt reikninga úr bókhaldi Reykjavíkurborgar sem varpa ljósi á hvernig það kom til að verkefnið á Nauthólsvegi 100 fór rúmlega 250 milljónum króna fram úr upphaflegu kostnaðar­ mati. Verkefnið fór ekki í útboð og fékk Reykjavíkurborg fyrirtæki til að annast verkefnastjórnun og kvitta upp á reikninga í nafni borg­ arinnar. Á mánudaginn birti DV.is reikn­ inga arkitektastofunnar Arkibúll­ unnar þar sem kom fram að það tók rúmlega 1.300 klukkustund­ ir að hanna braggann. Margrét Leifsdóttir, starfsmaður Arkibúll­ unnar og verkefnastjóri verkefn­ isins, sagði í samtali við fjölmiðla í kjölfarið að hún hefði ekki verið aðalhönnuðurinn heldur hafi hún sinnt eftirliti. Greindi DV.is frá því á þriðjudag að borgin hefði greitt Arkibúllunni fyrir meira en 600 klukkustundir í eftirlit. DV.is hefur einnig birt reikn­ inga í tengslum við ýmis atriði í málinu. Þar á meðal reikning­ ana í tengslum við barinn sem er inni í bragganum ásamt myndum af barnum sjálfum. Greindi DV.is einnig frá því að Reykjavíkurborg greiddi verkfræðistofunni Eflu alls 33 milljónir vegna verkefnisins, þar á meðal 170 þúsund krónur fyrir að hanna lýsingu. Í bókhaldsgögnum sem DV hef­ ur undir höndum vegna bragga­ málsins kemur í ljós að flestir þeir verktakar sem unnu að verk efninu sáu sjálfir um efniskaup. Í ein­ göngu örfá skipti var Reykjavíkur­ borg rukkuð beint fyrir efniskostn­ að vegna framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. Samkvæmt reikningum sem margir verktakar skiluðu er sett 10% álag á allan efniskostnað. Verktakinn Smiðurinn Þinn Slf. fékk greiddar 105 milljónir króna vegna verkefnisins, reikningarnir sýna að Smiðurinn þinn rukkaði fyrir tímakaup vegna efniskaupa, aksturs vegna efniskaupa og svo loks var sett 10% álag ofan á efnis­ kaupin sjálf. Sigfús Örn Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir í samtali við DV að þetta hafi verið samkomulag­ ið og hann sé með tölvupóst sem staðfesti það. Þegar blaðamað­ ur spurði Sigfús um ástæðu þessa 10% álags sagði hann: „Það var samið um það“. Alls keypti Sigfús vörur fyrir rúmlega 36 milljónir og eru því álagsgreiðslur til hans vegna braggans um 3,5 milljónir króna. Verkefnið fór ekki í útboð og kann því að vera að Reykjavíkur­ borg hafi ekki fengið besta mögu­ lega verðið á efni sem fór í verk­ efnið á Nauthólsvegi 100. Alls vann Smiðurinn Þinn Slf. í 8.835 klukkutíma að verkefninu en hann var eingöngu einn af mörg­ um verktökum sem komu að framkvæmdinni. Fram kemur í reikningum að verktakinn leigði Reykjavíkur­ borg einn til tvo hitablásara með­ an á framkvæmdum stóð og var heildarkostnaður vegna þeirrar leigu rúmar 429 þúsund krónur. Fyrir þá upphæð hefði verið hægt að kaupa 22 dýrustu hitablásara sem eru í boði í verslun Byko fyrir 18.995 krónur stykkið. Þann 28. febrúar á þessu ári skrifaði Sigfús á Facebook­síð­ una Smiður­ inn þinn að verkefnastað­ an væri orðin þannig að hann gæti ekki tekið að sér fleiri verkefni þangað til vor­ ið 2019 og seg­ ir hann þetta „Ákveðið lúxus­ vandamál“. Fimm dögum áður en þetta var skrifaði sendi hann inn reikn­ ing á Reykjavíkurborg upp á tæpar 2,7 milljónir króna. n DV mun halda áfram að birta upplýsingar úr braggabókhaldinu í dag og á næstunni. Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson Ari Brynjólfsson bjartmar@dv.is / ari@dv.is Efni keypt af verk- tökum með 10% álagi n DV birtir braggabókhaldið n Borgin samdi um álagsgreiðslur til verktaka Það helsta sem þú þarft að vita um braggamálið – Spurt og svarað ??
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.