Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 50
50 MATUR 19. október 2018 Eik Gylfadóttir vinnur sem sjúkra- og einkaþjálfari í Sameinuðu arab- ísku furstadæm- unum. Hún hefur æft crossfit af kappi síðustu árin og seg- ir þetta áhugamál afar tímafrekt. Hún hefur náð góðum árangri í sportinu, en svindlmaturinn hennar er vægast sagt sjúklega girni- legur. „Svindlmaturinn minn er klárlega góður hamborgari um helgar og einstaka sinnum mjólkur- hristingur. Uppáhaldsstaðurinn minn er Black Tap í Dúbaí,“ segir Eik, en hægt er að gleyma sér á Instagram-síðu téðs veitingastaðar. NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆR 54.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 DALSEL 8, 109 REYKJAVÍK 42.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 107 M2 3 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at SÖLKUGATA 16, 270 MOSFELLSBÆR 79.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 258 M2 6 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 Svindlmatur crossfit-stjarnanna Magnaðir mjólkurhristingar, veganpítsur og löðrandi KFC-kjúlli með brúnni sósu „Ég elska mjög mikið að fá mér svindlmáltíð en minn fyrsti val- kostur er örugg- lega Box Master á KFC með frönsk- um og heitri, brúnni sósu yfir. Ég læt það eftir mér þegar mér finnst ég eiga það skilið,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson sem æfði fimleika og knattspyrnu áður en hann fann sig í crossfit, með góðum árangri. Eftir áralangan íþróttaferil segist hann hafa mikla sjálfsstjórn þegar kemur að mat. „Ég er ekki með neinn sérstakan svindldag en ég hef þó mikla stjórn á sjálfum mér.“ Þ eir sem leggja mikið kapp á að vera í góðu formi og ná árangri í íþróttum vita að mataræðið skiptir höfuð- máli. Oft er talað um svokall- aðar svindlmáltíðir í þessu sambandi, en þá er átt við einn dag í viku þar sem fólk, sem vanalega lætur ein- göngu holla ofurfæðu ofan í sig, leyfir sér að gera vel við sig í mat og drykk. Okkur lék því forvitni að vita hver svindlmatur ís- lenskra Crossfit-stjarna væri, en þar kennir vægast sagt ýmissa grasa. „Ég leyfi mér bragðaref eins- töku sinnum,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir sem hefur vakið mikla athygli í crossfit- -heiminum síðan hún tók þátt í fyrstu CrossFit-leikunum fyrir nokkrum árum. „Mér finnst geggjað gott að setja bláber, pekan hnetur og kókos í bragðar- efinn, en ef ég vil bæta við nammi þá fæ ég mér bláber, hnetusmjör og Þrist,“ bætir hún við. „Annars elska ég að fá mér bláber eða ávexti með rjóma þegar mig langar í eitthvað gott.“ Þuríður segist ekki beint fylgja þessu hugtaki um svindldaga, heldur reynir að hlusta frekar á líkamann. „Ég leyfi mér að fá það sem mig langar í þegar mig langar í það, en oftast langar mig frekar að vera holl og borða hollt.“ „Minn svindlmatur hefur alltaf verið pítsa og kemur örugglega alltaf til með að vera pítsa,“ segir hreysti- mennið Árni Björn Kristjánsson sem hefur náð góðum árangri í crossfit, bæði hér heima og erlendis, síðustu ár. „Þar sem ég er vegan þá passa ég að hafa nóg af grænmeti á pítsunni og stundum set ég oumph eða seitan á hana líka. Þar sem ég mæli allt sem ég borða, þá reyni ég samt alltaf að láta allan svindlmat falla inn í þann kaloríufjölda sem ég borða dagsdaglega,“ segir Árni og bætir við að pítsuátið sé mikilvægur partur af fjölskyldulífinu. „Það hefur verið hefð síðustu ár að gera pítsu alltaf á föstudögum og þá hittumst við fjölskyldan og gerum heimagerða pítsu saman. Það er tími sem okkur þykir mjög vænt um. En ef við bökum ekki pítsuna sjálf þá pönt- um við hana hjá Íslensku flatbökunni. Þeir eru ein- faldlega með langbestu veganpítsurnar.“Bláber og bragðarefur Þykir vænt um pítsuátið með fjölskyldunni Magnaður mjólkurhristingur KFC með frönskum og sósu Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.