Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Síða 50
50 MATUR 19. október 2018 Eik Gylfadóttir vinnur sem sjúkra- og einkaþjálfari í Sameinuðu arab- ísku furstadæm- unum. Hún hefur æft crossfit af kappi síðustu árin og seg- ir þetta áhugamál afar tímafrekt. Hún hefur náð góðum árangri í sportinu, en svindlmaturinn hennar er vægast sagt sjúklega girni- legur. „Svindlmaturinn minn er klárlega góður hamborgari um helgar og einstaka sinnum mjólkur- hristingur. Uppáhaldsstaðurinn minn er Black Tap í Dúbaí,“ segir Eik, en hægt er að gleyma sér á Instagram-síðu téðs veitingastaðar. NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR LAXATUNGA 40, 270 MOSFELLSBÆR 54.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 203 M2 6 DALSEL 8, 109 REYKJAVÍK 42.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 107 M2 3 Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at Bjó ðu m up pá frít t s ölu ve rðm at SÖLKUGATA 16, 270 MOSFELLSBÆR 79.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Raðhús 258 M2 6 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 Svindlmatur crossfit-stjarnanna Magnaðir mjólkurhristingar, veganpítsur og löðrandi KFC-kjúlli með brúnni sósu „Ég elska mjög mikið að fá mér svindlmáltíð en minn fyrsti val- kostur er örugg- lega Box Master á KFC með frönsk- um og heitri, brúnni sósu yfir. Ég læt það eftir mér þegar mér finnst ég eiga það skilið,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson sem æfði fimleika og knattspyrnu áður en hann fann sig í crossfit, með góðum árangri. Eftir áralangan íþróttaferil segist hann hafa mikla sjálfsstjórn þegar kemur að mat. „Ég er ekki með neinn sérstakan svindldag en ég hef þó mikla stjórn á sjálfum mér.“ Þ eir sem leggja mikið kapp á að vera í góðu formi og ná árangri í íþróttum vita að mataræðið skiptir höfuð- máli. Oft er talað um svokall- aðar svindlmáltíðir í þessu sambandi, en þá er átt við einn dag í viku þar sem fólk, sem vanalega lætur ein- göngu holla ofurfæðu ofan í sig, leyfir sér að gera vel við sig í mat og drykk. Okkur lék því forvitni að vita hver svindlmatur ís- lenskra Crossfit-stjarna væri, en þar kennir vægast sagt ýmissa grasa. „Ég leyfi mér bragðaref eins- töku sinnum,“ segir Þuríður Erla Helgadóttir sem hefur vakið mikla athygli í crossfit- -heiminum síðan hún tók þátt í fyrstu CrossFit-leikunum fyrir nokkrum árum. „Mér finnst geggjað gott að setja bláber, pekan hnetur og kókos í bragðar- efinn, en ef ég vil bæta við nammi þá fæ ég mér bláber, hnetusmjör og Þrist,“ bætir hún við. „Annars elska ég að fá mér bláber eða ávexti með rjóma þegar mig langar í eitthvað gott.“ Þuríður segist ekki beint fylgja þessu hugtaki um svindldaga, heldur reynir að hlusta frekar á líkamann. „Ég leyfi mér að fá það sem mig langar í þegar mig langar í það, en oftast langar mig frekar að vera holl og borða hollt.“ „Minn svindlmatur hefur alltaf verið pítsa og kemur örugglega alltaf til með að vera pítsa,“ segir hreysti- mennið Árni Björn Kristjánsson sem hefur náð góðum árangri í crossfit, bæði hér heima og erlendis, síðustu ár. „Þar sem ég er vegan þá passa ég að hafa nóg af grænmeti á pítsunni og stundum set ég oumph eða seitan á hana líka. Þar sem ég mæli allt sem ég borða, þá reyni ég samt alltaf að láta allan svindlmat falla inn í þann kaloríufjölda sem ég borða dagsdaglega,“ segir Árni og bætir við að pítsuátið sé mikilvægur partur af fjölskyldulífinu. „Það hefur verið hefð síðustu ár að gera pítsu alltaf á föstudögum og þá hittumst við fjölskyldan og gerum heimagerða pítsu saman. Það er tími sem okkur þykir mjög vænt um. En ef við bökum ekki pítsuna sjálf þá pönt- um við hana hjá Íslensku flatbökunni. Þeir eru ein- faldlega með langbestu veganpítsurnar.“Bláber og bragðarefur Þykir vænt um pítsuátið með fjölskyldunni Magnaður mjólkurhristingur KFC með frönskum og sósu Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.