Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2018, Blaðsíða 48
48 FÓLK 19. október 2018
B
altasar Kormákur er
óneitan lega mikill braut-
ryðjandi í sínum bransa.
Hann var fyrstur íslenskra
leikstjóra til þess að leika sér á er-
lendri grund. Það efast enginn um
dugnað mannsins og hann hefur
verið duglegur að dæla út verk-
efnum, bæði sem framleiðandi og
leikstjóri.
Á dögunum opinberaði
Baltasar nýjasta verkefnið sem er
í burðarliðnum. Þetta var í þættin-
um Með Loga og ræddi hann þar
kvikmyndina Arctic 30. Myndin er
byggð á sannri sögu og fjallar um
atvik árið 2013 þegar rússneskir
strandgæsluliðar réðust um borð
í skip Greenpeace-samtakanna.
Skipið, sem gekk undir nafninu
Arctic Sunrise, hafði verið hring-
sóla við olíuborpall í suðaust-
anverðu Barentshafi. 29 meðlimir
Greenpeace-samtakanna voru í
haldi.
Emma Thompson með umsjón
yfir handritinu
Blaðamaðurinn Ben Stewart
skrifaði bók um þessa atburði en
breska Óskarsverðlaunaleikkon-
an Emma Thompson er sögð,
samkvæmt IMDb, vera skráð fyrir
handriti myndarinnar.
Baltasar tekur fram að Arctic 30
sé ástríðuverkefni hins virta fram-
leiðanda Davids Putman, sem er
meðlimur lávarðadeildarinnar í
Bretlandi. „Þetta er einhver mest
„legendary“ kvikmyndafram-
leiðandi Bretlandssögunnar.“
Leikstjórinn segist vera vongóð-
ur um að hægt verði að taka upp
myndina að einhverju leyti á Ís-
landi. „Eitt af því sem hefur ver-
ið stóra markmiðið mitt er að
gera þetta að stórum hluta á Ís-
landi, með íslensku tökuliði, en
fyrir Hollywood-stúdíóið. Myndin
hentar vel í hvort tveggja,“ segir
hann.
„Þetta er eins og blanda af
Captain Phillips og Midnight Ex-
press,“ segir Baltasar. „Mér
finnst þetta flott saga og áhuga-
verð þótt ég sé ekki sammála
Greenpeace að öllu leyti, en þetta
er fyrir góðan málstað. Þetta er
góður þriller um eitthvað sem
skiptir máli.“
Hugh Jackman í biðstöðu
Um þessar mundir vinnur leik-
stjórinn hörðum höndum að
annarri þáttaröð Ófærðar, sem af-
hjúpuð verður um áramótin. Tím-
inn á eftir að leiða í ljós hvort Arct-
ic 30 verði gerð með Baltasar við
stjórnvölinn, eða hvort hún lendi í
skúffunni líkt og síðar nefnd verk-
efni. Fyrr á árinu greint frá því að
næsta erlenda kvikmynd Baltasars
gæti orðið njósnatryllir með Hugh
Jackman í aðalhlutverki. Sú mynd
ber heitið The Good Spy og er
samstarfsverkefni framleiðslu-
fyrirtækjanna Image Nation og
Working Title. Á meðal fram-
leiðenda myndarinnar er Evan
Hayes og hafa þeir Baltasar áður
unnið saman að kvikmyndunum
Contraband og Everest.
Myndin er byggð á sannsögu-
legum atburðum og segir
frá lífi CIA-leyniþjónustu-
mannsins Roberts Ames
á tímum kalda stríðsins
og tilraunum hans til þess
að efla tengsl Bandaríkj-
anna við Mið-Austur-
lönd. Ames bjó yfir þeim
hæfileika að geta myndað einlæg
tengsl við fólk í starfi með því að
skoða sameiginleg gildi á meðan
margir kollegar hans gripu til hót-
ana og blekkingarleikja. Ames lést
árið 1983 í sprengjuárás fyrir utan
bandaríska sendiráðið í Beirút.
Engar nýjar fregnir hafa heyrst frá
því verkefni síðan í maí.
Verkefni í súginn?
Það sem ekki allir vita – eða
kannski muna – er hinn mikli fjöldi
verkefna sem kvikmyndaunnend-
um hefur verið lofað en ekki orðið
að veruleika. Bransapólitíkin getur
oft verið snúin og verkefni eru oft
tilkynnt áður en gengur að safna
fjármagninu sem nauðsynlegt er.
Stundum snýst þetta um peninga,
stundum um listrænan ágrein-
ing en einnig getur verið að gefinn
listamaður missi hreinlega allan
áhuga. Þá er stórt spurt og þar af
leiðandi skulum við kanna hvaða
verkefnum Baltasars hefur verið
sópað undir teppið.
Leiðtogafundurinn
kvikmyndaður – Reykjavík
Árið 2014 var greint frá því að
Baltasar myndi leikstýra kvik-
mynd um leiðtogafund Ronalds
Reagan, forseta Bandaríkjanna,
og Michaels Gorbachev, leið-
toga Sovét ríkjanna, sem fram fór
í Höfða árið 1986. Kvikmynda-
gerðarmaðurinn Ridley Scott átti
upphaflega að leikstýra myndinni
og voru stórleikararnir Christoph
Waltz og Michael Douglas orð-
aðir við hlutverk Gorbachev og
Reagan. Ekki er vitað nánar um
stöðu Reykjavíkur en sérfræðingar
telja að verkefnið sé komið á ís.
Erlendur selur – Grafarþögn
Þegar Mýrin var frumsýnd árið
2006 var almenningur strax farinn
að kalla eftir meiru. Aðlögunin á
samnefndum reifara Arnalds Ind-
riðasonar sópaði til sín allt að 87
þúsund áhorfendum í kvikmynda-
húsum og seldist víða um heim. Á
erlendum velli kallast myndin því
óhuggulega en stálharða nafni Jar
City og stóð alltaf til að flytja fleiri
bækur Arnalds um töffaralögguna
Erlend á hvíta tjaldið. Í áraraðir
hefur staðið til að kvikmynda hina
stórvinsælu Grafarþögn, fjórðu
bókina í röð Arnalds. Önnur verk-
efni hafa staðið í vegi fyrir því að
þetta yrði að veruleika. Ingvar
E. Sigurðsson hefur opinberlega
sagst vera meira en til í að endur-
taka leikinn sem Erlendur. Þá hef-
ur Baltasar sífellt lofað því að sé
stutt í tökur en enn hefur ekkert
örlað á verkefninu. Því er öruggt
að segja að handritið hvíli í grafar-
þögn þangað til dagskrá leikstjór-
ans leyfir annað. Áhorfendur bíða
bara á meðan, eins og Ingvar.
Víkingaepíkin mikla – Vikingr
Árið 2014 var greint frá því að
handritið „Vikingr“ (já, svona er
það víst skrifað) væri loksins búið
að finna heimili eftir margra ára
leit. Universal Pictures og Work-
ing Title tryggðu sér réttinn að
handritinu sem Baltasar skrifaði
ásamt leikaranum Ólafi Agli Egils-
syni, en þar er sagt frá landnem-
um og lífi þeirra. Baltasar hefur
margoft talað um stóru víkinga-
myndina sína og var útlit fyrir að
myndin færi í framleiðslu árið
2009 þegar víkingaþorp var reist á
Horni í Hornafirði. Tökur myndar-
innar áttu að hefjast árið eftir en
sífelld töf á framleiðslunni hefur
sett þessa epík í ótímabundna bið-
stöðu. Leikmyndin hefur veðrast
talsvert síðan þá og olli málaferl-
um fyrr á þessu ári. Framleiðslu-
fyrirtækið 26 Films, sem á rétt-
inn að myndinni í dag, stefndi
landeigandanum fyr ir að selja
ferðamönn um aðgang að vík-
ingaþorp inu og hafa af því umtals-
verðar tekjur. Kannski það sé efni
í stórspennandi kvikmynd? Eitt-
hvað verður nú að gera við þetta
þorp.
Tók við af Meryl Streep –
The Bird Artist
Árið 2003 var Baltasar farinn að
tala við eitt stærsta kvikmynda-
fyrirtæki Kanada, Alliance Atlant-
is, til að framleiða aðlögun á bók-
inni The Bird Artist. Í viðtali við
Fréttablaðið sagðist Baltasar hafa
verið hrifinn af bókinni en ekki
handritinu sem til stóð að kvik-
mynda. Í kjölfarið var handrits-
höfundinum Malcom MacRury
flogið til Íslands og þeir Baltasar
skrifuðu handritið upp á nýtt.
Áður en Balti kom inn í verkefnið
höfðu virtu leikkonurnar Meryl
Streep og Annette Bening sóst eftir
kvikmyndarétti bókarinnar. Kvik-
myndin hefur enn ekki verið gerð
og verður að öllum líkindum föst í
svonefndu limbói um komandi ár.
Daðrað við Nesbø – I am Victor
Lengi stóð til að kvikmynda eins
margar bækur Jo Nesbø og fram-
leiðendur komust í snertingu
við. Í fyrrahaust var síðan sýndur
dramatryllirinn The Snowman við
afleitar viðtökur og hættu þá öll
hjól að snúast. Vefurinn Deadline
greindi frá því í fyrra að Baltasar
væri orðaður við aðlögun á óútgef-
inni skáldsögu sem nefnist I Am
Victor. Sagan segir frá spilltum og
sjálfselskum skilnaðarlögfræðingi
sem er sekur um röð hrottalegra
morða. Baltasar var í góðum hópi
en tvíeykið Neal Purvis og Robert
Wade voru skráðir fyrir handrits-
aðlöguninni, en þeir tveir hafa
skrifað síðustu sex kvikmyndir í
seríunni um James Bond. I Am
Victor hefur annars verið kvik-
mynduð áður, sem sjónvarps-
mynd árið 2013, og verður það lík-
lega eina aðlögunin framvegis. n
Dragháls 14-16 Sími 412 1200
110 Reykjavík www.isleifur.is
Straumhvörf
í neysluvatnsdælum
Grundfos Scala 3-45
Álagsstýrð, heldur jöfnum þrýstingi og
hljóðlát. Dregur vatn allt að 8 metra
Innbyggð þurrkeyrsluvörn
Afkastar 8 aftöppunar stöðvum
KVIKMYNDIR BALTASARS SEM
HAFA EKKI ORÐIÐ AÐ VERULEIKA
Frá landnámi til leiðtogafundarins
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Baltasar Kormákur
Ekki öll verkefnin fæðast.